Heimsókn Blinken hófst á fundi með Abdel Fattah el-Sissi forseta Egyptalands í Kaíró.Khaled Desouki/AP
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken er mættur til Egyptalands þar sem þriggja daga heimsókn hans til Miðausturlanda hefst.
Tilefni ferðarinnar er að reyna að minnka spennuna á milli Ísraela og Palestínumanna sem hefur stigmagnast undanfarið. Síðar í dag mun Blinken heimsækja Jerúsalem þar sem hann ræðir við Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels og á þiðrjudaginn hittir hann leiðtoga Palestínumanna, Mahmoud Abbas í Ramallah.
Heimsókn Blinkens er löngu ákveðin en ofbeldisalda síðustu daga hefur aukið mikilvægi ferðarinnar. Tíu létust í árás Ísraela á flóttamannabúðir á Vesturbakkanum á fimmtudag og á föstudag skaut palestínumaður sjö fyrir utan bænahús Gyðinga í Austur Jerúsalem.
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, óttast að ástandið á Vesturbakkanum eigi eftir að versna enn frekar eftir að tveimur eldflaugum var skotið frá Gaza í morgun og svarað með loftárásum Ísraelsmanna.
Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.