Heimildin óumdeild og ekki háð samþykki deiluaðila Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2023 06:34 Ásmundur segir heimild ríkissáttasemjara til að leggja fram miðlunartillögu óumdeilda. „Það er alveg ljóst að sáttasemjari hefur þessa heimild til að leggja fram miðlunartillögu og þarf ekkert samþykki deiluaðila til þess. Það er staðreyndin.“ Þetta segir Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari og fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands við Morgunblaðið, um þá ákvörðun Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ásmundur gagnrýnir ályktun ASÍ um miðlunartillöguna, þar sem sagði meðal annars að ríkissáttasemjari ætti ekki að leggja fram miðlunartillögu nema hún hefði að minnsta kosti „þegjandi samþykki“ beggja aðila. Þetta sé hvergi að finna í lögum. „Það er ekkert nýtt í því að lögð sé fram miðlunartillaga, bara ekkert,“ segir Ásmundur. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur sagði á Sprengisandi í gær að á síðustu 40 árum hefðu verið lagðar fram 30 miðlunartillögur en þriðjungur þeirra hefði verið felldur. Ásmundur lagði eina slíka fram á sínum tíma, sem var felld með 90 prósent atkvæða, en hann segir hana hafa lagt grunn að áframhaldandi viðræðum sem enduðu með samningi. „Það hafa verið samþykktar ályktanir og gefnar út yfirlýsingar um það að sáttasemjari hafi ekki lagalegt umboð til að koma með miðlunartillögu. Ég verð í rauninni að lýsa undrun minni á því. Staðreyndin er að sáttasemjari hefur þessa heimild samkvæmt lögum og það fer eftir hans mati á stöðu deilunnar hvort hann telur rétt að leggja fram miðlunartillögu eða ekki. Það er engin krafa um það að aðilarnir séu sammála honum,“ segir Ásmundur. Héraðsdómur Reykjavíkur mun úrskurða um það í dag hvort Eflingu ber að afhenda ríkissáttasemjara félagalista sinn svo hægt sé að gang til atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Hún felur í sér sama skammtímasamning til handa Eflingarfélögum og gerður var við Starfsgreinasambandið. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira
Þetta segir Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari og fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands við Morgunblaðið, um þá ákvörðun Aðalsteins Leifssonar ríkissáttasemjara að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins. Ásmundur gagnrýnir ályktun ASÍ um miðlunartillöguna, þar sem sagði meðal annars að ríkissáttasemjari ætti ekki að leggja fram miðlunartillögu nema hún hefði að minnsta kosti „þegjandi samþykki“ beggja aðila. Þetta sé hvergi að finna í lögum. „Það er ekkert nýtt í því að lögð sé fram miðlunartillaga, bara ekkert,“ segir Ásmundur. Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur sagði á Sprengisandi í gær að á síðustu 40 árum hefðu verið lagðar fram 30 miðlunartillögur en þriðjungur þeirra hefði verið felldur. Ásmundur lagði eina slíka fram á sínum tíma, sem var felld með 90 prósent atkvæða, en hann segir hana hafa lagt grunn að áframhaldandi viðræðum sem enduðu með samningi. „Það hafa verið samþykktar ályktanir og gefnar út yfirlýsingar um það að sáttasemjari hafi ekki lagalegt umboð til að koma með miðlunartillögu. Ég verð í rauninni að lýsa undrun minni á því. Staðreyndin er að sáttasemjari hefur þessa heimild samkvæmt lögum og það fer eftir hans mati á stöðu deilunnar hvort hann telur rétt að leggja fram miðlunartillögu eða ekki. Það er engin krafa um það að aðilarnir séu sammála honum,“ segir Ásmundur. Héraðsdómur Reykjavíkur mun úrskurða um það í dag hvort Eflingu ber að afhenda ríkissáttasemjara félagalista sinn svo hægt sé að gang til atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna. Hún felur í sér sama skammtímasamning til handa Eflingarfélögum og gerður var við Starfsgreinasambandið.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Sjá meira