Erlent

Á annan tug handteknir í tengslum við ofbeldisöldu í Svíþjóð

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Police stand in the area where a man was found shot dead in Solna outside Stockholm Friday, Jan. 20, 2023. (Christine Olsson//TT News Agency via AP)
Police stand in the area where a man was found shot dead in Solna outside Stockholm Friday, Jan. 20, 2023. (Christine Olsson//TT News Agency via AP) AP/Christine Olsson

Lögreglan í Stokkhólmi hefur handtekið sextán einstaklinga og lagt hald á fjölda vopna og sprengiefna síðastliðinn sólarhring í tengslum við alvarlega ofbeldisglæpi undanfarið. Fjórir eru í haldi í tengslum við sprengjuárásir í síðustu viku. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni í Stokkhólmi en fjölmiðlar í Svíþjóð hafa síðustu vikur talað um ofbeldisöldu í landinu. 

Hanna Paradis, sem stjórnar aðgerðum lögreglunnar gegn glæpagengjum, segir aðstæður krefjandi eins og er. Fleiri hafi verið handteknir síðustu vikur og lögreglu tekist að koma í veg fyrir mjög alvarlega glæpi. 

Líkt og áður segir voru sextán handteknir síðastliðinn sólarhring en handtökur fóru fram víða í Svíþjóð. Hinir handteknu eru grunaðir um margvísilega glæpi, svo sem morð, tilraun til morðs, gróf vopnalagabrot og fíkniefnabrot. Meðal þeirra sem hafa verið handteknir eru ólögráða ungmenni. 

Þá greinir saksóknari frá því að þrír séu í haldi í tengslum við sprengingarnar við skrifstofuhúsnæði í Kista þann átjánda janúar. Einn er til viðbótar í haldi í tengslum við sprengjuárás í Södermalm degi fyrr.

Að sögn lögreglu eru rannsóknir í gangi víðs vegar í landinu í samstarfi við lögregluyfirvöld þar og er aukinn viðbúnaður á götum úti í Stokkhólmi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×