Magnað mark Mi­­toma skaut Brig­hton á­fram og kom í veg fyrir að Liver­pool verji titil sinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigurmarkinu fagnað.
Sigurmarkinu fagnað. Bryn Lennon/Getty Images

Magnað mark Mitoma skaut Liverpool úr leik

Hinn japanski Kaoru Mitoma skaut Brighton & Hove Albion í 5. umferð ensku bikarkeppninnar þegar Brighton vann bikarmeistari Liverpool 2-1 á heimavelli sínum í dag.

Harvey Elliott kom Liverpool yfir í dag en forystan entist aðeins í níu mínútur. Miðvörðurinn Lewis Dunk jafnaði þá metin eftir að skot Tariq Lamptey hafði viðkomu í honum og fór þaðan í netið. Staðan 1-1 í hálfleik.

Brighton var sterkari aðilinn í síðari hálfleik og varði Alisson til að mynda meistaralega í marki gestanna. Það stefndi þó allt í að liðin þyrftu að mætast á nýjan leik þar sem staðan var enn jöfn 1-1 þegar venjulegur leiktími rann sitt skeið.

Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma átti Pervis Estupinan sendingu á Mitoma sem tók snyrtilega við boltanum, lagði hann fyrir sig og þrumaði honum í netið.

Reyndist það sigurmarkið og Brighton komið áfram í 5. umferð ensku bikarkeppninnar. Þar með er ljóst að Liverpool ver ekki bikartitil sinn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira