Gerði eggvopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnarlambinu Bjarki Sigurðsson skrifar 27. janúar 2023 13:45 Árásin átti sér stað innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. Árásin átti sér stað á mánudagskvöld en fórnarlambið slapp með skurð á höfðinu. Þó var kallaður til sjúkrabíll og lögregla kom einnig á staðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði árásarmaðurinn, sem afplánar þungan dóm fyrir tilraun til manndráps, útbúið eggvopnið með því að taka alla oddana af gaffli nema einn og síðan brýnt þann odd. Fórnarlambið var vistað á öðrum gangi í fangelsinu og hefði það ekki átt að vera mögulegt fyrir árásarmanninn að komast til hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu nýtti árásarmaðurinn sér AA-fund til að komast að manninum. Tengist árásinni á Bankastræti Club Fórnarlambið var þó ekki á fundinum heldur maður af sama gangi. Árásarmaðurinn komst þannig af fundinum inn á gang fórnarlambsins. Árásin var ekki þaulskipulögð heldur tækifærisárás. Maðurinn ætlaði ekki að skaða fórnarlambið heldur einungis hræða það. Fangaverðir skárust síðan í leikinn þegar fórnarlambið kallaði á hjálp. Árásarmaðurinn og fórnarlambið þekkjast ekki en þeir tengjast sitthvorri klíkunni sem hafa deilt síðustu ár. Fórnarlambið situr inni á Hólmsheiði fyrir aðild sína að hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember en árásarmaðurinn er félagi fórnarlambanna í því máli. Í samtali við fréttastofu segir Páll Winkel fangelsismálastjóri að það sé nokkuð algengt að lagt sé hald á heimagerð vopn. Þau séu gerð úr ótrúlegustu hlutum, til dæmis plastbútum sem festir hafa verið á heimilistæki. Farið vel yfir verkferla Fangelsið á Hólmsheiði er deildaskipt en þegar aðstæður bjóða upp á það geta fangar sótt sameiginlega þjónustu annars staðar í fangelsinu, líkt og AA-fundi. „Eftir svona uppákomur förum við yfir það sem aflaga fór og herðum á verklagi ef svo er nauðsynlegt. Þá tryggjum við enn betur að fangar geta ekki hitt aðra fanga sem þeir eiga ekki að geta komið í tæri við,“ segir Páll. Páll Winkel er fangelsismálastjóri.Vísir/Vilhelm Að sögn Páls er hægt að gera ýmislegt til að koma í veg fyrir svona árásir en oftast hafi aðgerðirnar áhrif á alla fanga fangelsisins. Því vilji fangelsin síður ráðast í svoleiðis aðgerðir en ef áframhald verður á vopnagerð eða aukning verður í agabrotum þá er ljóst að herða þurfi reglurnar. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að ofbeldi komi upp í fanglesum landsins. Herða reglur ef það er nauðsynlegt, breyta verklagi ef það er nauðsynlegt og vinna eins vel og hægt er að aðskilja hópa fanga. Það sem hefur gert okkur erfitt fyrir er að þetta eru býsna margir litlir hópar og þeir eru mjög breytilegir,“ segir Páll. Ekki alltaf ljóst með klíkuskiptingu Húsnæðið á Hólmsheiði býður upp á fullkominn aðskilnað en verði öllum skipt upp gæti það falið í sér einangrun ákveðinna hópa. Þá yrði það mikil frelsissvipting fyrir fanga. Aðspurður segir Páll að það sé ekki algengt að fangar eigi í átökum innan fangelsisins. „Það hefur ekki verið mikið um átök milli einstaklinga og það liggur ekki alltaf ljóst fyrir hverjir tilheyra hvað hóp, það er breytilegt. Það er ekki sjálfgefið að ef einstaklingur ræðst á annan aðila sem er í klíku að hann sé einnig í klíku,“ segir Páll. Reykjavík Fangelsismál Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira
Árásin átti sér stað á mánudagskvöld en fórnarlambið slapp með skurð á höfðinu. Þó var kallaður til sjúkrabíll og lögregla kom einnig á staðinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafði árásarmaðurinn, sem afplánar þungan dóm fyrir tilraun til manndráps, útbúið eggvopnið með því að taka alla oddana af gaffli nema einn og síðan brýnt þann odd. Fórnarlambið var vistað á öðrum gangi í fangelsinu og hefði það ekki átt að vera mögulegt fyrir árásarmanninn að komast til hans. Samkvæmt heimildum fréttastofu nýtti árásarmaðurinn sér AA-fund til að komast að manninum. Tengist árásinni á Bankastræti Club Fórnarlambið var þó ekki á fundinum heldur maður af sama gangi. Árásarmaðurinn komst þannig af fundinum inn á gang fórnarlambsins. Árásin var ekki þaulskipulögð heldur tækifærisárás. Maðurinn ætlaði ekki að skaða fórnarlambið heldur einungis hræða það. Fangaverðir skárust síðan í leikinn þegar fórnarlambið kallaði á hjálp. Árásarmaðurinn og fórnarlambið þekkjast ekki en þeir tengjast sitthvorri klíkunni sem hafa deilt síðustu ár. Fórnarlambið situr inni á Hólmsheiði fyrir aðild sína að hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember en árásarmaðurinn er félagi fórnarlambanna í því máli. Í samtali við fréttastofu segir Páll Winkel fangelsismálastjóri að það sé nokkuð algengt að lagt sé hald á heimagerð vopn. Þau séu gerð úr ótrúlegustu hlutum, til dæmis plastbútum sem festir hafa verið á heimilistæki. Farið vel yfir verkferla Fangelsið á Hólmsheiði er deildaskipt en þegar aðstæður bjóða upp á það geta fangar sótt sameiginlega þjónustu annars staðar í fangelsinu, líkt og AA-fundi. „Eftir svona uppákomur förum við yfir það sem aflaga fór og herðum á verklagi ef svo er nauðsynlegt. Þá tryggjum við enn betur að fangar geta ekki hitt aðra fanga sem þeir eiga ekki að geta komið í tæri við,“ segir Páll. Páll Winkel er fangelsismálastjóri.Vísir/Vilhelm Að sögn Páls er hægt að gera ýmislegt til að koma í veg fyrir svona árásir en oftast hafi aðgerðirnar áhrif á alla fanga fangelsisins. Því vilji fangelsin síður ráðast í svoleiðis aðgerðir en ef áframhald verður á vopnagerð eða aukning verður í agabrotum þá er ljóst að herða þurfi reglurnar. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að ofbeldi komi upp í fanglesum landsins. Herða reglur ef það er nauðsynlegt, breyta verklagi ef það er nauðsynlegt og vinna eins vel og hægt er að aðskilja hópa fanga. Það sem hefur gert okkur erfitt fyrir er að þetta eru býsna margir litlir hópar og þeir eru mjög breytilegir,“ segir Páll. Ekki alltaf ljóst með klíkuskiptingu Húsnæðið á Hólmsheiði býður upp á fullkominn aðskilnað en verði öllum skipt upp gæti það falið í sér einangrun ákveðinna hópa. Þá yrði það mikil frelsissvipting fyrir fanga. Aðspurður segir Páll að það sé ekki algengt að fangar eigi í átökum innan fangelsisins. „Það hefur ekki verið mikið um átök milli einstaklinga og það liggur ekki alltaf ljóst fyrir hverjir tilheyra hvað hóp, það er breytilegt. Það er ekki sjálfgefið að ef einstaklingur ræðst á annan aðila sem er í klíku að hann sé einnig í klíku,“ segir Páll.
Reykjavík Fangelsismál Lögreglumál Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Sjá meira