Innlent

Réðst á sam­­fanga á Hólms­heiði með egg­vopni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árásarmaðurinn og fórnarlambið eru báðir karlmenn sem vistaðir eru í fangelsinu á Hólmsheiði.
Árásarmaðurinn og fórnarlambið eru báðir karlmenn sem vistaðir eru í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm

Fangi í fangelsinu á Hólmsheiði réðst í gærkvöldi á samfanga sinn með eggvopni. Hann reyndi að stinga hann í höfuðið en fórnarlambið slapp með skurð á höfðinu. Aðilar málsins tengjast deilum milli tveggja hópa sem fjölmiðlar hafa fjallað um undanfarna mánuði. 

Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, staðfestir í samtali við fréttastofu að árásin hafi átt sér stað.

„Ég get staðfest að það átti sér stað líkamsárás í fangelsinu á Hólmsheiði í gærkvöldi. Fangi veittist þar að samfanga með eggvopni. Afleiðingar urðu blessunarlegar litlar en kallaður var til sjúkrabíll og lögregla. Lögregla fer með rannsókn málsins,“ segir Páll. 

Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist árásin deilum milli tveggja hópa sem hafa verið áberandi á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum síðustu mánuði. Hóparnir tengjast meðal annars hnífstunguárás sem framin var á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember á síðasta ári. 


Tengdar fréttir

Á­rásar­maður í Banka­strætis­málinu lýsir að­draganda á­rásarinnar

Tveir karlmenn tengdir hnífstunguárásinni á Bankastræti Club í nóvember hafa tekist á í opinskáum færslum á Facebook undanfarna daga. Annar þeirra var á meðal þeirra handteknu en hinn er vinur fórnarlambanna. Árásarmaðurinn segir að rekja megi árásina til þess að hann hafi átt í samskiptum við fyrrverandi kærustu manns tengdum fórnarlömbunum. Vinur fórnarlambanna lýsir furðu yfir því að árásarmaðurinn gangi laus.

Nýr veruleiki tekinn við

Nýr veruleiki er tekinn við í afbrotum sem lögregla fæst við, segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra. Hann segir sömu stöðu upp komna og hefur verið á öðrum Norðurlöndum undanfarin ár. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×