Innlent

Krefjast á­fram­haldandi gæslu­varð­halds í Banka­stræti Club-málinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndband úr öryggismyndavél á Bankastræti Club fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum.
Myndband úr öryggismyndavél á Bankastræti Club fór í mikla dreifingu á samfélagsmiðlum.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krefst áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir karlmanni á tuttugasta aldursári í tengslum við rannsókn á hnífsstunguárás á Bankastræti Club þann 17. nóvember síðastliðinn.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við fréttastofu. Karlmaðurinn var leiddur fyrir dómara fyrir hádegi en Grímur hafði ekki upplýsingar um það hver niðurstaðan hefði orðið.

Lögregla byggir kröfu um gæsluvarðhald á lagaákvæði sakamálalaga með vísan til almannahagsmuna.

Þann 11. febrúar verða tólf viknur liðnar frá því að karlmaðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögregla verður að gefa út ákæru innan þess tíma til að geta krafist frekara varðhalds yfir manninum.

Fram hefur komið að um þrjátíu manns hafi stöðu sakbornings í málinu. Lögregla lagði hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni í síðasta mánuði og voru á tímabili á annan tug í gæsluvarðhaldi.

Uppfært klukkan 13:56

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfuna. Þetta staðfestir Ómar Valdimarsson, verjandi mannsins, við fréttastofu. Gæsluvarðhaldið rennur út 10. febrúar en þá verða tólf viknur liðnar síðan maðurinn var fyrst úrskurðaður í varðhald.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×