Mannskæðasti dagur Vesturbakkans um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2023 15:28 Mótmælendur á Vesturbakkanum í dag. AP/Majdi Mohammed) Níu Palestínumenn voru skotnir til bana og um tuttugu eru særðir eftir árás ísraelskra hermanna á Jenin flóttamannabúðirnar á Vesturbakkanum. Skotbardagi stóð yfir í nokkrar klukkustundir en dagurinn er líklega sá blóðugasti á Vesturbakkanum um árabil. Yfirvöld í Palestínu segja eldri konu meðal þeirra sem dóu og hafa samkvæmt Guardian staðfest að minnst þrír sem dóu hafi tilheyrt vopnahópum. Forsvarsmenn Hamas samtakanna hafa heitið því að Ísraelar muni gjalda fyrir árásina. Í frétt Guardian segir að hermenn hafi mætt á svæðið við sólarupprás og komið sér fyrir við innganga búðanna. Þá hefur miðillinn eftir Sakir Khader, sem er kvikmyndagerðarmaður af palestínskum og hollenskum ættum, að vopnaðir menn hafi skotið á brynvarinn bíl hermannanna og það hafi leitt til fjögurra klukkustunda skotbardaga. | . pic.twitter.com/PmUyv4KqPv— (@ShehabAgency) January 26, 2023 Mennirnir eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, PIJ, sem eru umsvifamikil samtök í Jenin. Her Ísraels segir að atlaga hafi verið gerð að búðunum vegna upplýsinga um að meðlimir PIJ væru að undirbúa árásir gegn Ísrael. Talsmaður hersins sagði blaðamönnum í dag að hópurinn hafi verið tifandi tímasprengja. Herinn beitti sprengjum til að þvinga mennina úr íbúð sem þeir héldu til í, samkvæmt frétt Times of Israel, og segir að segir talsmaðurinn að aðrir hafi skotið á ísraelsku hermennina og að skothríðinni hafi verið svarað. Engan hermann sakaði. Gera reglulega mannskæðar árásir Ísraelsher hefur gert reglulegar atlögur sem þessar í norðurhluta Vesturbakkans á undanförnum mánuði. Eftirlitsaðilar segja undanfarna mánuði hafa verið þá mannskæðustu á Vesturbakkanum um árabil. Um 250 Palestínumenn og þrjátíu Ísraelar dóu í fyrra. Þá eru 29 Palestínumenn, bæði menn sem tilheyra vopnahópum og borgarar, sagðir hafa fallið á þessu ári. Ný og mjög svo hægri sinnuð ríkisstjórn Ísraels þykir ekki líkleg til að draga úr spennu á svæðinu. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar segir til um að byggja fleiri landtökubyggðir á Vesturbakkanum og að einnig eigi að draga úr takmörkunum á hermenn og lögregluþjóna varðandi vopnabeitingu. Ísrael Palestína Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira
Yfirvöld í Palestínu segja eldri konu meðal þeirra sem dóu og hafa samkvæmt Guardian staðfest að minnst þrír sem dóu hafi tilheyrt vopnahópum. Forsvarsmenn Hamas samtakanna hafa heitið því að Ísraelar muni gjalda fyrir árásina. Í frétt Guardian segir að hermenn hafi mætt á svæðið við sólarupprás og komið sér fyrir við innganga búðanna. Þá hefur miðillinn eftir Sakir Khader, sem er kvikmyndagerðarmaður af palestínskum og hollenskum ættum, að vopnaðir menn hafi skotið á brynvarinn bíl hermannanna og það hafi leitt til fjögurra klukkustunda skotbardaga. | . pic.twitter.com/PmUyv4KqPv— (@ShehabAgency) January 26, 2023 Mennirnir eru sagðir hafa tilheyrt Palestinian Islamic Jihad, PIJ, sem eru umsvifamikil samtök í Jenin. Her Ísraels segir að atlaga hafi verið gerð að búðunum vegna upplýsinga um að meðlimir PIJ væru að undirbúa árásir gegn Ísrael. Talsmaður hersins sagði blaðamönnum í dag að hópurinn hafi verið tifandi tímasprengja. Herinn beitti sprengjum til að þvinga mennina úr íbúð sem þeir héldu til í, samkvæmt frétt Times of Israel, og segir að segir talsmaðurinn að aðrir hafi skotið á ísraelsku hermennina og að skothríðinni hafi verið svarað. Engan hermann sakaði. Gera reglulega mannskæðar árásir Ísraelsher hefur gert reglulegar atlögur sem þessar í norðurhluta Vesturbakkans á undanförnum mánuði. Eftirlitsaðilar segja undanfarna mánuði hafa verið þá mannskæðustu á Vesturbakkanum um árabil. Um 250 Palestínumenn og þrjátíu Ísraelar dóu í fyrra. Þá eru 29 Palestínumenn, bæði menn sem tilheyra vopnahópum og borgarar, sagðir hafa fallið á þessu ári. Ný og mjög svo hægri sinnuð ríkisstjórn Ísraels þykir ekki líkleg til að draga úr spennu á svæðinu. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar segir til um að byggja fleiri landtökubyggðir á Vesturbakkanum og að einnig eigi að draga úr takmörkunum á hermenn og lögregluþjóna varðandi vopnabeitingu.
Ísrael Palestína Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Fleiri fréttir Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Mannfallið að nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Sjá meira