Erlent

Hipkins orðinn forsætisráðherra

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Chris Hipkins var settur í embættið af landsstjóranum lafði Cindy Kiro í höfuðborginni Wellington.
Chris Hipkins var settur í embættið af landsstjóranum lafði Cindy Kiro í höfuðborginni Wellington. Mark Mitchell/New Zealand Herald via AP

Chris Hipkins sór í morgun embættiseið sinn sem fertugasti og fyrsti forsætisráðhera Nýja Sjálands.

Hipkins, sem er fjörutíu og fjögurra ára gamall tekið við keflinu úr hendi Jacindu Ardern sem sagði af sér fyrir viku, öllum að óvörum. Hipkins vakti mikla athygli í heimalandinu í kórónuveirufaraldrinum þar sem hann fór fyrir aðgerðum ríkisins gegn faraldrinum en um síðustu helgi var hann gerður að leiðtoga Verkamannaflokksins.

Nú bíður hans það erfiða verkefni að halda völdum í komandi kosningum en vinsældir flokksins og Jacindu Ardern höfðu dalað nokkuð síðustu mánuði. Nýsjálaendingar, sem eru um fimm milljónir talsins, voru einna fyrstir til að loka landamærum sínum í faraldrinum og lengi vel gekk vel að hemja útbreiðsluna þar í landi.

Þessar hörðu aðgerðir urðu þó þreytandi til lengdar fyrir landsmenn og Hipkins hefur sjálfur sagt að mögulega hefðu afléttingar átt að hefjast fyrr.


Tengdar fréttir

Tankurinn tómur og tími kominn til að kveðja

Fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það hafa verið forréttindi að fá að leiða þjóð sína á erfiðum tímum undanfarin tæpu sex ár. Nú væri tankur hennar hins vegar tómur og tími til kominn að kalla til nýjan leiðtoga.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×