Þrátt fyrir nokkuð fjörugan leik létu mörkin standa á sér lengst af og það var ekki fyrr en að rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka að fyrsta og eina löglega mark leiksins leit loksins dagsins ljós. Þar var á ferðinni Joelinton eftir stoðsendingu frá Aleksander Isak.
Adam Armstrong hélt reyndar að hann hefði jafnað metin fyrir Southampton á 75. mínútu, en eftir skoðun myndbandsdómara var markið dæmt af þar sem boltinn hafði farið í hönd leikmanns í aðdragandanum.
Vonir Southampton um að jafna metin í leiknum urðu svo nánast að engu þegar Króatinn Duje Caleta-Car nældi sér í sitt annað gula spjald á 86. mínútu, og þar með rautt. Heimamenn þurftu því að leika seinustu mínútur leiksins manni færri.
Ekki náðu gestirnir að nýta sér liðsmuninn og niðurstaðan varð 1-0 útisigur Newcastle sem er nú komið með annan fótinn í úrslit enska deildarbikarsins. Síðari leikur liðann fer fram að viku liðinni á heimavelli Newcastle.