Erlent

Hleypa hlébörðunum á vígvöllinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Um er að ræða skriðdreka að gerðinni Leopard 2.
Um er að ræða skriðdreka að gerðinni Leopard 2. dpa

Olaf Scholz kanslari Þýskalands hefur tekið ákvörðun um að senda skriðdreka, svonefnda hlébarða (Leopard 2) til Úkraínu. Þá verður öðrum þjóðum, sem búa yfir slíkum skriðdrekum, að öllum líkindum leyft að senda þá til Úkraínu, en þar sem skriðdrekarnir eru framleiddir í Þýskalandi þurfa þarlend yfirvöld þurfa að samþykkja útflutning þeirra.

Þýskir fjölmiðlar greindu frá því fyrir skömmu að ákvörðun hafi verið tekin um að senda skriðdrekana til Úkraínu. Fyrr í dag hvatti forsætisráðherra Póllands  Þjóðverja til þess að sýna hugrekki og veita pólskum stjórnvöldum leyfi til þess að senda skriðdrekana. Pólverjar hafa nú formlega óskað eftir slíku leyfi og látið að því liggja að skriðdrekarnir verði sendir á víglínur óháð því hvort leyfið verði veitt. 

Þýski fjölmiðillinn Spiegel greinir meðal annarra frá ákvörðuninni en varnarmálaráðherra Þýskalands hefur ekki viljað veita fjölmiðlum viðtal síðan þá. Að loknum fundi með NATO í dag sagði hann hins vegar mikilvægt að forðast stigmögnun.

Fleiri ríki Atlantshafsbandalangsins eru sögð ætla að fylgja Pólverjum í því að senda sína hlébarða-skriðdreka á vígvöllinn í Úkraínu. Bandaríkjamenn eru einnig sagðir ætla að flytja skriðdreka sína, að gerðinni M1 Abrams til Úkraínu.  



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×