Starfsfólk hafi verið illa upplýst og það valið af Eflingu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. janúar 2023 18:15 Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslandshótela. Vísir/Jóhann K. Framkvæmdarstjóri Íslandshótela segir Eflingu hafa dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni fyrir starfsfólk sem því miður hafi verið illa upplýst. Hart sé að ráðast á eitt fyrirtæki en þau hafi verið valin til að ná þeirri niðurstöðu sem Efling óskar. Hann býst ekki við því að starfsfólk samþykki verkfall en ef af því verður þurfi að koma í ljós hvort loka þurfi hótelum. Atkvæðagreiðsla meðal tæplega 300 félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela og Fosshótel hófst á hádegi en ótímabundið verkfall hefst á hádegi sjöunda febrúar, eftir tvær vikur, verði það samþykkt. Atkvæðagreiðslu lýkur í næstu viku. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdarstjóri Íslandshótela, ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag en hann sagði verkfall leggjast illa í þau. „Okkur finnst þetta vera, svo ég noti nú bara íslenskuna, helvíti hart að ráðast á eitt fyrirtæki,“ sagði Ólafur og benti á að Íslandshótel og Fosshótel séu undir sama hatti. „Það er verið að setja okkar fólk í þessa stöðu að þurfa að greiða atkvæði um verkfall frekar en, sem réttast hefði verið í stöðunni, að láta Eflingarfólk allt kjósa um samninginn sem er á borðinu,“ sagði hann enn fremur. Að hans sögn er um þriðjungur starfsmanna þeirra í Eflingu, flestir á höfuðborgarsvæðinu. Það þurfi að koma í ljós hvort að loka þurfi hótelum verði verkfallið að veruleika en Davíð sagði þau hafa ákveðna reynslu frá verkföllunum 2019, sem var í raun víðtækara, en þá tókst þeim að halda hótelunum opnum. Það flæki málin núna að verkfallið sem boðað hefur verið sé ótímabundið. „Það er auðvitað þannig að ég get ekkert haldið öllum hótelunum opnum í marga daga og við eigendur og stjórn og framkvæmdastjórar og svoleiðis að sjá um þrifin á öllum þessum hótelunum, það sér það hver að það mun ekki ganga til lengdar,“ sagði Davíð. Starfsfólk hafi talið að fleiri fyrirtæki yrðu með Hann gagnrýnir þá harðlega framgöngu Eflingar í málinu og vísar til ummæla Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði í dag að Efling hafi farið á nokkra vinnustaði en ekki fengið þau viðbrögð sem þau vildu. „Þau enda hér hjá okkur, þar sem auðvitað uppistaðan af fólki sem er í Eflingu er erlent fólk, og einhverra hluta vegna telja þau sig mögulega hafa fundið þarna hóp sem að muni ná fram þeirri niðurstöðu sem þau óska,“ sagði Davíð. Þá bætir hann við að starfsfólk hafi mætt á fund Eflingar á sunnudag og talið að fleiri fyrirtæki væru að taka þátt. Svo reyndist ekki raunin. Efling hafi þá dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni, ekki kafað dýpra ofan í þann samning sem er á borðinu og hvaða afleiðingar verkfall myndi hafa. „Því miður þá var þetta bara þannig að þetta var svona einhliða flutningur og okkar fólk var bara valið vegna þess að þau telja sig ná fram þessari bestu niðurstöðu. Þetta er á góðri íslensku svolítið ljótt,“ sagði Davíð. Starfsfólk hafi því miður verið illa upplýst en stjórnendur reynt að bæta úr því í vikunni. „Við erum búin að funda með öllu okkar fólki bæði í gær og í morgun og allt okkar fólk er orðið upplýst um stöðuna í dag. Það er upplýst um þennan samning sem að er á borðinu, um afturvirknina og allt þetta. Þannig að það er væntanlega að fara að taka upplýsta ákvörðun, okkar fólk,“ sagði Davíð. Finnst þér líklegt að þau samþykki verkfall? „Nei mér finnst það ekki líklegt.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20 „Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 23. janúar 2023 17:32 Félagsmenn greiða atkvæði um verkfall á sjö hótelum í Reykjavík Kjörstjórn stéttarfélagsins Eflingar hefur auglýst almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á starfsstöðvum tveggja hótelrekanda. Atkvæðagreiðslan nær til sjö hótela sem öll eru staðsett í Reykjavík. 23. janúar 2023 14:21 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Sjá meira
Atkvæðagreiðsla meðal tæplega 300 félagsmanna Eflingar sem starfa á sjö hótelum Íslandshótela og Fosshótel hófst á hádegi en ótímabundið verkfall hefst á hádegi sjöunda febrúar, eftir tvær vikur, verði það samþykkt. Atkvæðagreiðslu lýkur í næstu viku. Davíð Torfi Ólafsson, framkvæmdarstjóri Íslandshótela, ræddi málið í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag en hann sagði verkfall leggjast illa í þau. „Okkur finnst þetta vera, svo ég noti nú bara íslenskuna, helvíti hart að ráðast á eitt fyrirtæki,“ sagði Ólafur og benti á að Íslandshótel og Fosshótel séu undir sama hatti. „Það er verið að setja okkar fólk í þessa stöðu að þurfa að greiða atkvæði um verkfall frekar en, sem réttast hefði verið í stöðunni, að láta Eflingarfólk allt kjósa um samninginn sem er á borðinu,“ sagði hann enn fremur. Að hans sögn er um þriðjungur starfsmanna þeirra í Eflingu, flestir á höfuðborgarsvæðinu. Það þurfi að koma í ljós hvort að loka þurfi hótelum verði verkfallið að veruleika en Davíð sagði þau hafa ákveðna reynslu frá verkföllunum 2019, sem var í raun víðtækara, en þá tókst þeim að halda hótelunum opnum. Það flæki málin núna að verkfallið sem boðað hefur verið sé ótímabundið. „Það er auðvitað þannig að ég get ekkert haldið öllum hótelunum opnum í marga daga og við eigendur og stjórn og framkvæmdastjórar og svoleiðis að sjá um þrifin á öllum þessum hótelunum, það sér það hver að það mun ekki ganga til lengdar,“ sagði Davíð. Starfsfólk hafi talið að fleiri fyrirtæki yrðu með Hann gagnrýnir þá harðlega framgöngu Eflingar í málinu og vísar til ummæla Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem sagði í dag að Efling hafi farið á nokkra vinnustaði en ekki fengið þau viðbrögð sem þau vildu. „Þau enda hér hjá okkur, þar sem auðvitað uppistaðan af fólki sem er í Eflingu er erlent fólk, og einhverra hluta vegna telja þau sig mögulega hafa fundið þarna hóp sem að muni ná fram þeirri niðurstöðu sem þau óska,“ sagði Davíð. Þá bætir hann við að starfsfólk hafi mætt á fund Eflingar á sunnudag og talið að fleiri fyrirtæki væru að taka þátt. Svo reyndist ekki raunin. Efling hafi þá dregið upp mjög einsleita mynd af stöðunni, ekki kafað dýpra ofan í þann samning sem er á borðinu og hvaða afleiðingar verkfall myndi hafa. „Því miður þá var þetta bara þannig að þetta var svona einhliða flutningur og okkar fólk var bara valið vegna þess að þau telja sig ná fram þessari bestu niðurstöðu. Þetta er á góðri íslensku svolítið ljótt,“ sagði Davíð. Starfsfólk hafi því miður verið illa upplýst en stjórnendur reynt að bæta úr því í vikunni. „Við erum búin að funda með öllu okkar fólki bæði í gær og í morgun og allt okkar fólk er orðið upplýst um stöðuna í dag. Það er upplýst um þennan samning sem að er á borðinu, um afturvirknina og allt þetta. Þannig að það er væntanlega að fara að taka upplýsta ákvörðun, okkar fólk,“ sagði Davíð. Finnst þér líklegt að þau samþykki verkfall? „Nei mér finnst það ekki líklegt.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20 „Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 23. janúar 2023 17:32 Félagsmenn greiða atkvæði um verkfall á sjö hótelum í Reykjavík Kjörstjórn stéttarfélagsins Eflingar hefur auglýst almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á starfsstöðvum tveggja hótelrekanda. Atkvæðagreiðslan nær til sjö hótela sem öll eru staðsett í Reykjavík. 23. janúar 2023 14:21 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Innlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Innlent Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Erlent Fleiri fréttir Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Sjá meira
Samningafundur hafinn: „Viðbrögð atvinnurekenda gætu verið margslungin, til dæmis að semja við Eflingu“ Samningafundur Eflingar og Samtaka atvinnulífsins hófst í húsnæði ríkissáttasemjara í Borgartúni upp úr klukkan 11 í dag. Fyrir fund sagði Sólveig Anna í samtali við fréttastofu að samningaviðræður strandi fyrst og fremst á „þvermóðsku Samtaka atvinnulífsins“ og að „síendurteknar hótanir“ væru merki um örvæntingu. 24. janúar 2023 11:20
„Þetta er upphafið að miklu ítarlegra plani“ Verkfallsaðgerðir sem lagðar hafa verið fyrir hótelstarfsmenn sem eru í Eflingu er fyrsta skrefið í ítarlegu plani til að ná fram kjarasamningum að sögn formanns Eflingar. Náist ekki samningar megi gera ráð fyrir að fleiri stéttir muni fara í verkfall sem geti lamað höfuðborgarsvæðið. 23. janúar 2023 17:32
Félagsmenn greiða atkvæði um verkfall á sjö hótelum í Reykjavík Kjörstjórn stéttarfélagsins Eflingar hefur auglýst almenna leynilega rafræna atkvæðagreiðslu um boðun vinnustöðvunar á starfsstöðvum tveggja hótelrekanda. Atkvæðagreiðslan nær til sjö hótela sem öll eru staðsett í Reykjavík. 23. janúar 2023 14:21