„Þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 17:40 Þórunn Sveinbjarnardóttur finnst óásættanlegt að Jón Gunnarsson hafi ekki rætt áform sín um að heimila rafbyssunotkun lögreglu við félaga sína innan ríkisstjórnar áður en sú ákvörðun var tekin. Umboðsmaður Alþingis setur einnig spurningamerki við þau vinnubrögð ráðherra. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra, á því hvers vegna reglugerðarbreytingar sem snúa að því að veita lögreglumönnum rafbyssur hafi ekki verið teknar til umræðu innan ríkisstjórnar. Þingmaður Samfylkingar segir að ef hægt sé að leyfa rafbyssur án samráðs við ríkisstjórn sé hægur leikur að leyfa annan vopnaburð. Frá spurningunum umboðsmanns er greint á vef embættisins. Þar segir að í bréfi umboðsmanns til ráðherra í gær hafi verið bent á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands skuli halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Með hliðsjón af því er ráðherra beðinn um að skýra frá ýmsu sem tengist aðdraganda þess að lögreglu var heimiluð notkun rafbyssa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þinmaður Samfylkingarinnar, fylgdi málinu eftir á Alþingi í dag og vísar til fyrrgreindrar fyrirspurnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Þessi ákvörðun flokkast alveg örugglega undir stjórnarmálefni sem eiga heima á ríkisstjórnarfundi, til umræðu þar og samráðs. Ég velti fyrir mér hvert þetta gæti leitt, af því að ef hægt er að leyfa rafbyssur með þessum hætti þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð.“ Dómsmálaráðherra og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra voru gestir á fundi allsherjar- og menntamálanefnd í dag þar sem Jón sagði að það hafi staðið til lengi að breyta reglunum. Þá hafi Alþingi fyrir mörgum árum í raun veitt ráðherra heimild til að breyta reglunum og reglur um notkun rafbyssa lengi verið í gildi, þó sú heimild hafi ekki verið nýtt. Í síðustu viku var upplýst um að dómsmálaráðherra hafi undirritað reglugerðina skömmu fyrir áramót, sem vakti athygli þar sem ráðherra greindi frá fyrirætlunum sínum um rafbyssuvæðinguna 30. desember. Strax í kjölfarið lýstu þingmenn innan Vinstri grænna því að tíðindin hafi komið sér á óvart. Meiri umræða þyrfti að eiga sér stað áður en ákvörðun um rafbyssurnar væri tekin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis blandað sér í málið og óskar þess að Jón upplýsi um hvort honum hafi verið kunnugt um þá afstöðu forsætisráðherra sem áður greinir að samtal um þetta mál þyrfti að eiga sér stað innan ríkisstjórnar. Umboðsmaður vill einnig vita hvenær Jón hafi undirritað breytingu á fyrrgreindum reglum og hvenær reglurnar voru sendar til birtingar í Stjórnartíðindum. Einnig er óskað upplýsinga um hvort ráðherra hafi gefið ríkislögreglustjóra einhver fyrirmæli um undirbúning fyrir framkvæmd reglnanna og þá án tillits til birtingar þeirra í Stjórnartíðindum. Loks óskar umboðsmaður þess að ráðherra skýri hvort og á grundvelli hvaða mats hann telji óþarft að bera málið upp á ríkisstjórnarfundi og vísar þar bæði til laga um Stjórnarráð Íslands og 17. gr stjórnarskránnar þar sem segir að ráðherrafundi skuli halda um mikilvæg stjórnarmálefni. Svars er óskað „með tilliti til þess hvort téð stjórnvaldsfyrirmæli hafi falið í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar,“ eins og það er orðað á vef embættisins. Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Frá spurningunum umboðsmanns er greint á vef embættisins. Þar segir að í bréfi umboðsmanns til ráðherra í gær hafi verið bent á að samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands skuli halda ríkisstjórnarfundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Með hliðsjón af því er ráðherra beðinn um að skýra frá ýmsu sem tengist aðdraganda þess að lögreglu var heimiluð notkun rafbyssa. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þinmaður Samfylkingarinnar, fylgdi málinu eftir á Alþingi í dag og vísar til fyrrgreindrar fyrirspurnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm „Þessi ákvörðun flokkast alveg örugglega undir stjórnarmálefni sem eiga heima á ríkisstjórnarfundi, til umræðu þar og samráðs. Ég velti fyrir mér hvert þetta gæti leitt, af því að ef hægt er að leyfa rafbyssur með þessum hætti þá er hægur leikur að leyfa annan vopnaburð.“ Dómsmálaráðherra og fulltrúar frá ríkislögreglustjóra voru gestir á fundi allsherjar- og menntamálanefnd í dag þar sem Jón sagði að það hafi staðið til lengi að breyta reglunum. Þá hafi Alþingi fyrir mörgum árum í raun veitt ráðherra heimild til að breyta reglunum og reglur um notkun rafbyssa lengi verið í gildi, þó sú heimild hafi ekki verið nýtt. Í síðustu viku var upplýst um að dómsmálaráðherra hafi undirritað reglugerðina skömmu fyrir áramót, sem vakti athygli þar sem ráðherra greindi frá fyrirætlunum sínum um rafbyssuvæðinguna 30. desember. Strax í kjölfarið lýstu þingmenn innan Vinstri grænna því að tíðindin hafi komið sér á óvart. Meiri umræða þyrfti að eiga sér stað áður en ákvörðun um rafbyssurnar væri tekin. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði að öllu máli skipti hvernig eftirliti með vopnaburði lögreglu yrði háttað, áður en henni yrðu veittar auknar heimildir. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis blandað sér í málið og óskar þess að Jón upplýsi um hvort honum hafi verið kunnugt um þá afstöðu forsætisráðherra sem áður greinir að samtal um þetta mál þyrfti að eiga sér stað innan ríkisstjórnar. Umboðsmaður vill einnig vita hvenær Jón hafi undirritað breytingu á fyrrgreindum reglum og hvenær reglurnar voru sendar til birtingar í Stjórnartíðindum. Einnig er óskað upplýsinga um hvort ráðherra hafi gefið ríkislögreglustjóra einhver fyrirmæli um undirbúning fyrir framkvæmd reglnanna og þá án tillits til birtingar þeirra í Stjórnartíðindum. Loks óskar umboðsmaður þess að ráðherra skýri hvort og á grundvelli hvaða mats hann telji óþarft að bera málið upp á ríkisstjórnarfundi og vísar þar bæði til laga um Stjórnarráð Íslands og 17. gr stjórnarskránnar þar sem segir að ráðherrafundi skuli halda um mikilvæg stjórnarmálefni. Svars er óskað „með tilliti til þess hvort téð stjórnvaldsfyrirmæli hafi falið í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar,“ eins og það er orðað á vef embættisins.
Rafbyssur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lögreglan Alþingi Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira