Markasúpa þegar Juventus og Atalanta gerðu jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2023 22:31 Ademola Lookman skoraði tvö mörk fyrir Atalanta í kvöld. Daniele Badolato/Getty Images Juventus og Atalanta gerðu 3-3 jafntefli í síðasta leik dagsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Juventus var nokkuð óvænt komið í toppbaráttu Serie A fyrir ekki svo löngu síðan. Liðið tapaði hins vegar 5-1 fyrir toppliði Napoli og í kjölfarið voru 15 stig dregin af liðinu þar sem talið var að liðið hefði gerst sekt um brot á félagaskiptareglum deildarinnar. Juventus fór þar með úr því að vera í baráttu um titilinn í að berjast um að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Ekki byrjaði leikur kvöldsins vel þar sem Ademola Lookman kom gestunum í Atalanta yfir á 4. mínútu leiksins. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk heimaliðið svo vítaspyrnu sem Ángel Di María skoraði af öryggi úr. Áður en fyrri hálfleik var lokið kom Arkadiusz Milik heimamönnum í 2-1. Atalanta hafði skorað snemma í fyrri hálfleik en skoraði enn fyrr í þeim síðari. Leikurinn var vart hafinn þegar Joakim Mæhle hafði jafnað metin í 2-2. Lookman var svo aftur á ferðinni skömmu síðar áður en Danilo jafnaði metin fyrir Juventus á 65. mínútu leiksins. Þó bæði lið hafi gert sitt besta til að tryggja sér stigin þrjú þá fór það svo að leiknum lauk með 3-3 jafntefli. A six goal thriller between @juventusfcen and @Atalanta_BC ends 3-3 #JuveAtalanta pic.twitter.com/m25wNop4wg— Lega Serie A (@SerieA_EN) January 22, 2023 Eftir leik kvöldsins er Atalanta í 5. sæti með 35 stig, tveimur minna en Roma sem vann Spezia 2-0 fyrr í dag. Juventus er á sama tíma í 9. sæti með 23 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira
Juventus var nokkuð óvænt komið í toppbaráttu Serie A fyrir ekki svo löngu síðan. Liðið tapaði hins vegar 5-1 fyrir toppliði Napoli og í kjölfarið voru 15 stig dregin af liðinu þar sem talið var að liðið hefði gerst sekt um brot á félagaskiptareglum deildarinnar. Juventus fór þar með úr því að vera í baráttu um titilinn í að berjast um að komast í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Ekki byrjaði leikur kvöldsins vel þar sem Ademola Lookman kom gestunum í Atalanta yfir á 4. mínútu leiksins. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk heimaliðið svo vítaspyrnu sem Ángel Di María skoraði af öryggi úr. Áður en fyrri hálfleik var lokið kom Arkadiusz Milik heimamönnum í 2-1. Atalanta hafði skorað snemma í fyrri hálfleik en skoraði enn fyrr í þeim síðari. Leikurinn var vart hafinn þegar Joakim Mæhle hafði jafnað metin í 2-2. Lookman var svo aftur á ferðinni skömmu síðar áður en Danilo jafnaði metin fyrir Juventus á 65. mínútu leiksins. Þó bæði lið hafi gert sitt besta til að tryggja sér stigin þrjú þá fór það svo að leiknum lauk með 3-3 jafntefli. A six goal thriller between @juventusfcen and @Atalanta_BC ends 3-3 #JuveAtalanta pic.twitter.com/m25wNop4wg— Lega Serie A (@SerieA_EN) January 22, 2023 Eftir leik kvöldsins er Atalanta í 5. sæti með 35 stig, tveimur minna en Roma sem vann Spezia 2-0 fyrr í dag. Juventus er á sama tíma í 9. sæti með 23 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Berst við krabbamein Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Sjá meira