Innlent

Byrjað að opna vegi aftur

Samúel Karl Ólason skrifar
Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengsli.
Búið er að opna bæði Hellisheiði og Þrengsli. Vísir/Vilhelm

Hið slæma veður sem herjað hefur á Íslendinga í dag er byrjað að ganga niður á suðvesturhorni landsins. Akstursskilyrði eru enn slæm víða og fjallavegir enn lokaðir. Þá gæti veður versnað frekar í öðrum landshlutum.

Í spá Veðurstofu Íslands segir að draga muni úr vindi og éljum vestan til síðdegis og frekar muni lægja í nótt. Þá muni einnig létta til.

Vegagerðin hefur opnað aftur fyrir umferð um Hellisheiði og Þrengsli. Lyngdalsheiði og Mosfellsheiði eru enn lokaðar en búast má við að þær verði opnaðar um klukkan þrjú.

Öxnadalsheiði er enn lokuð og verður staðan metin þar klukkan fimm í dag. Það sama gildir um Holtavörðuheiði.

Dynjandisheiði er ófærð og verður ekki rudd í dag. Krýsuvíkurvegur er lokaður en verður opnaður um fjögur.

Steingrímsfjarðarheiði er lokuð og víðast hvar á Vestfjörðum er snjóþekja eða hálka. Talið er að veður muni versna þegar líður á daginn.

Fylgjast má með færð á vegum hér á vef Vegagerðarinnar og á Twittersíðu hennar sem sjá má hér að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.