Man United samdi við tvo leikmenn í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. janúar 2023 23:30 Estelle Cascarino er gengin í raðir Man United út tímabilið. Manchester United Lið Manchester United í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta styrkti leikmannahóp sinn til muna í dag þegar liðið samdi við tvo leikmenn. Önnur kemur á láni frá franska liðinu París Saint-Germain á meðan hin kemur frá Kanada. Þó Man United sé með bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Arsenal – sex mörk á sig í 10 leikjum – hefur Marc Skinner, þjálfari liðsins, samt ákveðið að auka breiddina í varnarlínu liðsins. Liðið samdi í dag við tvo varnarmenn sem eiga að hjálpa liðinu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Saturday signings #MUWomen pic.twitter.com/J2FdsXCzEm— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Hin 25 ára gamla Estelle Cascarino kemur á láni frá PSG en hún skrifaði undir þriggja ára samning við Parísarliðið í júlí 2021. Hún mun nú leika með Man United út leiktíðina þar sem tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá PSG að undanförnu. Cascarino á að baki 5 A-landsleiki fyrir Frakkland ásamt því að hafa leikið fyrir öll yngri landsliðin á sínum tíma. This one's for you, Reds! #MUWomen pic.twitter.com/ImN36IORPL— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Jayde Yuk Fun Riviere, sem verður 22 ára á morgun – sunnudag, leikur vanalega sem bakvörður og lék síðast með Michigan Wolverines í bandaríska háskólaboltanum. Hún gekkst undir aðgerð í september og hefur nú náð sér að fullu. Riviere er þrátt fyrir ungan aldur reynslumikil landsliðskona sem hefur spilað 36 leiki fyrir A-landslið Kanada og varð til að mynda Ólympíumeistari með liðinu árið 2020. And we're excited to have you @JaydeRiviere#MUWomen pic.twitter.com/lZupsiKS5A— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Manchester United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig að loknum 10 leikjum líkt og Arsenal. Bæði lið eru þremur stigum á eftir toppliði Chelsea en eiga leik til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira
Þó Man United sé með bestu vörn ensku úrvalsdeildarinnar ásamt Arsenal – sex mörk á sig í 10 leikjum – hefur Marc Skinner, þjálfari liðsins, samt ákveðið að auka breiddina í varnarlínu liðsins. Liðið samdi í dag við tvo varnarmenn sem eiga að hjálpa liðinu í baráttunni um enska meistaratitilinn. Saturday signings #MUWomen pic.twitter.com/J2FdsXCzEm— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Hin 25 ára gamla Estelle Cascarino kemur á láni frá PSG en hún skrifaði undir þriggja ára samning við Parísarliðið í júlí 2021. Hún mun nú leika með Man United út leiktíðina þar sem tækifærin hafa verið af skornum skammti hjá PSG að undanförnu. Cascarino á að baki 5 A-landsleiki fyrir Frakkland ásamt því að hafa leikið fyrir öll yngri landsliðin á sínum tíma. This one's for you, Reds! #MUWomen pic.twitter.com/ImN36IORPL— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Jayde Yuk Fun Riviere, sem verður 22 ára á morgun – sunnudag, leikur vanalega sem bakvörður og lék síðast með Michigan Wolverines í bandaríska háskólaboltanum. Hún gekkst undir aðgerð í september og hefur nú náð sér að fullu. Riviere er þrátt fyrir ungan aldur reynslumikil landsliðskona sem hefur spilað 36 leiki fyrir A-landslið Kanada og varð til að mynda Ólympíumeistari með liðinu árið 2020. And we're excited to have you @JaydeRiviere#MUWomen pic.twitter.com/lZupsiKS5A— Manchester United Women (@ManUtdWomen) January 21, 2023 Manchester United er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig að loknum 10 leikjum líkt og Arsenal. Bæði lið eru þremur stigum á eftir toppliði Chelsea en eiga leik til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sjá meira