Innlent

Klaki af þaki olli miklum skemmdum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Eins og sjá má fór klakinn beint í gegnum rúðuna.
Eins og sjá má fór klakinn beint í gegnum rúðuna. Facebook/Ninja Ómarsdóttir

Klaki sem runnið hafði af þaki í Þingholtsstræti í miðbæ Reykjavíkur fór beint í gegnum framrúðu bíls sem lagt var í götunni.

Myndunum var deilt í Facebook hópnum „Íbúar í Miðborg“ og eru miðborgarbúar hvattir til þess að fara varlega. Með myndunum kemur fram að lögregla hafi verið látin vita af óhappinu.

Myndir má sjá hér að neðan.

Bílnum var lagt upp við hús í götunni. Facebook/Ninja Ómarsdóttir

Síðan asahlákan fór að láta finna fyrir sér á höfuðborgarsvæðinu í gær hafa fleiri bílar orðið undir í baráttunni við klakann. Annað líkt tilfelli varð á Holtsgötu í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi og birti Vísir myndir af vettvangi í morgun.

Myndirnar má sjá í greininni hér að neðan.

Ljóst er að klakar sem renna af þökum þessa dagana geta valdið miklum skemmdum og er greinilega mikilvægt að vera var um sig næstu daga.


Tengdar fréttir

Klaka­klumpar skemmdu bíl í Vestur­bænum

Mikið magn klaka rann ofan af þaki fjölbýlishúss í Vesturbæ Reykjavíkur í gærkvöldi með þeim afleiðingum að framrúða bíls skemmdist. Ljóst er að mikil hætta var á ferð.

„Það er eins og verið sé að bíða eftir því að ein­hver drepist“

„Það var bara mildi að ég varð ekki undir“ segir Ólafur Halldórsson sem var á röltinu með hundinn á Þórsgötu, milli Baldursgötu og Óðinsgötu, í dag þegar stærðarinnar klaki féll af húsþaki og lenti á gangstéttinni - einungis nokkrum sentímetrum fyrir framan Ólaf.

Tveir sárir í and­liti eftir að snjór féll af þaki í mið­bænum

Óskað var aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að töluvert magn af snjó féll ofan af húsþaki og á gangandi vegfarendur. Tveir hlutu minni háttar áverka í andliti en ekki þótti ástæða til að flytja þá á bráðamóttöku til skoðunar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.