Litaveisla á morgunhimninum yfir Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason og Samúel Karl Ólason skrifa 21. janúar 2023 11:07 Glitskýin sýndu sitt allra besta í morgun. Vísir/Tryggvi Akureyringar og nærsveitungar hafa heldur betur fengið sýningu í morgun. Stærðarinnar glitský hafa skreytt morgunhimininn. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hefur mikil litadýrð einkennt morgunhimininn í Eyjafirði. Á vef Veðurstofunnar segir að glitský myndist gjarnan í 15 til 30 kílómetra hæð þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu, eins og í morgun. Klippa: Glitský yfir Akureyri „Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum (s.n. ,,perlu-móður''-lag í perluskeljum) og eru þau í ýmsum tungumálum því nefnd perlumóðurský,“ segir á vef Veðurstofunnar. Eins og Vísir sagði frá í vikunni hefur himininn verið afar litskrúðugur upp á síðkastið. Er það rakið til vatnsgufu í heiðhvolfinu sem á ættir að rekja sínar til eldgossins öfluga í Tonga á síðasta ári. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, veltir einmitt upp þeirri spurningu í morgun á Twitter hvort að þessi viðbótarvatnsgufa frá Tonga muni gera það að verkum að glitskýin láti sjá sig oftar á næstunni. Glitský á himni fyrir norðan. Háveturinn er glitskýjatíminn þegar frostið í heiðhvolfinu er hve mest, í kringum 70 gráður. Spurning hvort við sjáum þau aðeins oftar núna þökk sé viðbótarvatnsgufunni í heiðhvolfinu frá Hunga Tonga gosinu. https://t.co/iKWjbrbtKO— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 21, 2023 Veður Akureyri Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi hefur mikil litadýrð einkennt morgunhimininn í Eyjafirði. Á vef Veðurstofunnar segir að glitský myndist gjarnan í 15 til 30 kílómetra hæð þegar óvenjukalt er í heiðhvolfinu. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu, eins og í morgun. Klippa: Glitský yfir Akureyri „Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.Litadýrðin þykir minna á þá liti sem sjá má í hvítu lagi sem er innan á sumum skeljum (s.n. ,,perlu-móður''-lag í perluskeljum) og eru þau í ýmsum tungumálum því nefnd perlumóðurský,“ segir á vef Veðurstofunnar. Eins og Vísir sagði frá í vikunni hefur himininn verið afar litskrúðugur upp á síðkastið. Er það rakið til vatnsgufu í heiðhvolfinu sem á ættir að rekja sínar til eldgossins öfluga í Tonga á síðasta ári. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, veltir einmitt upp þeirri spurningu í morgun á Twitter hvort að þessi viðbótarvatnsgufa frá Tonga muni gera það að verkum að glitskýin láti sjá sig oftar á næstunni. Glitský á himni fyrir norðan. Háveturinn er glitskýjatíminn þegar frostið í heiðhvolfinu er hve mest, í kringum 70 gráður. Spurning hvort við sjáum þau aðeins oftar núna þökk sé viðbótarvatnsgufunni í heiðhvolfinu frá Hunga Tonga gosinu. https://t.co/iKWjbrbtKO— Sævar Helgi Bragason (@saevarhb) January 21, 2023
Veður Akureyri Vísindi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Sjá meira