Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. janúar 2023 00:05 Sigurður Gísli Bond Snorrason spilaði 21 leik með Aftureldingu í deild og bikar sumarið 2022. Vísir/Egill Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. Fyrr í vikunni var greint frá því að Sigurður hafi veðjað á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi, þar af fimm leiki sem hann spilaði sjálfur. Upphæðirnar voru ekki háar en samkvæmt knattspyrnulögum er öllum leikmönnum óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) rannsakar nú málið eftir að veðmálafyrirtækið Pinnacle skilaði gögnum um veðmál hans til sambandsins. Heimildin greindi fyrst frá málinu en Sigurður vildi ekki tjá sig við miðilinn þegar hann var spurður um málið. Sigurður ræddi hins vegar málið stuttlega í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi þáttarins, spurði Sigurð hvort hann hafi vitað að hann væri að gera eitthvað rangt. „Já, strangt til tekið vissi ég alveg að þetta væri í raun og veru ólöglegt. En ég vil taka það algjörlega fram að ég veðjaði aldrei gegn mínu eigin liði, semsagt Aftureldingu, og þetta voru aldrei háar upphæðir. Ég hef aldrei labbað inn á fótboltavöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Sigurður. Hann bendir þó á að það breyti því ekki að þetta hafi verið mjög heimskulegt af honum. Hann segist hafa gert þetta í hugsunarleysi og muni aldrei gera slíkt aftur. Svona mál hefur aldrei komið upp í íslenskum fótbolta og því algjörlega óvíst hver refsing Sigurðar verður. Hann segist sjálfur ekki hafa neina hugmynd og þarf bara að bíða og sjá. Aðspurður segist hann ekki sár að skýrslu um málið hafi lekið. „Ég ætla ekkert að fara að spila mig sem eitthvað fórnarlamb. Mér fannst þetta bara skrítið. Ég er samt búinn að hugsa, ég er ekkert algjörlega viss um að þetta hafi komið beint frá KSÍ, þessi leki,“ segir Sigurður. Hann segir að dómur sé væntanlegur í næstu viku. Afturelding Fjárhættuspil Lengjudeild karla Mosfellsbær Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira
Fyrr í vikunni var greint frá því að Sigurður hafi veðjað á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi, þar af fimm leiki sem hann spilaði sjálfur. Upphæðirnar voru ekki háar en samkvæmt knattspyrnulögum er öllum leikmönnum óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) rannsakar nú málið eftir að veðmálafyrirtækið Pinnacle skilaði gögnum um veðmál hans til sambandsins. Heimildin greindi fyrst frá málinu en Sigurður vildi ekki tjá sig við miðilinn þegar hann var spurður um málið. Sigurður ræddi hins vegar málið stuttlega í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi þáttarins, spurði Sigurð hvort hann hafi vitað að hann væri að gera eitthvað rangt. „Já, strangt til tekið vissi ég alveg að þetta væri í raun og veru ólöglegt. En ég vil taka það algjörlega fram að ég veðjaði aldrei gegn mínu eigin liði, semsagt Aftureldingu, og þetta voru aldrei háar upphæðir. Ég hef aldrei labbað inn á fótboltavöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Sigurður. Hann bendir þó á að það breyti því ekki að þetta hafi verið mjög heimskulegt af honum. Hann segist hafa gert þetta í hugsunarleysi og muni aldrei gera slíkt aftur. Svona mál hefur aldrei komið upp í íslenskum fótbolta og því algjörlega óvíst hver refsing Sigurðar verður. Hann segist sjálfur ekki hafa neina hugmynd og þarf bara að bíða og sjá. Aðspurður segist hann ekki sár að skýrslu um málið hafi lekið. „Ég ætla ekkert að fara að spila mig sem eitthvað fórnarlamb. Mér fannst þetta bara skrítið. Ég er samt búinn að hugsa, ég er ekkert algjörlega viss um að þetta hafi komið beint frá KSÍ, þessi leki,“ segir Sigurður. Hann segir að dómur sé væntanlegur í næstu viku.
Afturelding Fjárhættuspil Lengjudeild karla Mosfellsbær Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar HM-sæti undir í kvöld: Segir Skota nógu góða til vinna Dani og komast á HM Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Sjá meira