Heimskulegt og gert í algjöru hugsunarleysi Bjarki Sigurðsson skrifar 19. janúar 2023 00:05 Sigurður Gísli Bond Snorrason spilaði 21 leik með Aftureldingu í deild og bikar sumarið 2022. Vísir/Egill Sigurður Gísli Bond Snorrason, fyrrverandi leikmaður Aftureldingar, segir það hafa verið heimskulegt af sér að veðja á sína eigin knattspyrnuleiki. Strangt til tekið vissi hann að þetta væri ólöglegt en hann segist aldrei hafa labbað inn á knattspyrnuvöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn. Fyrr í vikunni var greint frá því að Sigurður hafi veðjað á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi, þar af fimm leiki sem hann spilaði sjálfur. Upphæðirnar voru ekki háar en samkvæmt knattspyrnulögum er öllum leikmönnum óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) rannsakar nú málið eftir að veðmálafyrirtækið Pinnacle skilaði gögnum um veðmál hans til sambandsins. Heimildin greindi fyrst frá málinu en Sigurður vildi ekki tjá sig við miðilinn þegar hann var spurður um málið. Sigurður ræddi hins vegar málið stuttlega í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi þáttarins, spurði Sigurð hvort hann hafi vitað að hann væri að gera eitthvað rangt. „Já, strangt til tekið vissi ég alveg að þetta væri í raun og veru ólöglegt. En ég vil taka það algjörlega fram að ég veðjaði aldrei gegn mínu eigin liði, semsagt Aftureldingu, og þetta voru aldrei háar upphæðir. Ég hef aldrei labbað inn á fótboltavöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Sigurður. Hann bendir þó á að það breyti því ekki að þetta hafi verið mjög heimskulegt af honum. Hann segist hafa gert þetta í hugsunarleysi og muni aldrei gera slíkt aftur. Svona mál hefur aldrei komið upp í íslenskum fótbolta og því algjörlega óvíst hver refsing Sigurðar verður. Hann segist sjálfur ekki hafa neina hugmynd og þarf bara að bíða og sjá. Aðspurður segist hann ekki sár að skýrslu um málið hafi lekið. „Ég ætla ekkert að fara að spila mig sem eitthvað fórnarlamb. Mér fannst þetta bara skrítið. Ég er samt búinn að hugsa, ég er ekkert algjörlega viss um að þetta hafi komið beint frá KSÍ, þessi leki,“ segir Sigurður. Hann segir að dómur sé væntanlegur í næstu viku. Afturelding Fjárhættuspil Lengjudeild karla Mosfellsbær Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira
Fyrr í vikunni var greint frá því að Sigurður hafi veðjað á hundruð knattspyrnuleikja hér á landi, þar af fimm leiki sem hann spilaði sjálfur. Upphæðirnar voru ekki háar en samkvæmt knattspyrnulögum er öllum leikmönnum óheimilt að veðja á leiki í íslenska boltanum. Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ) rannsakar nú málið eftir að veðmálafyrirtækið Pinnacle skilaði gögnum um veðmál hans til sambandsins. Heimildin greindi fyrst frá málinu en Sigurður vildi ekki tjá sig við miðilinn þegar hann var spurður um málið. Sigurður ræddi hins vegar málið stuttlega í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. Hjörvar Hafliðason, þáttastjórnandi þáttarins, spurði Sigurð hvort hann hafi vitað að hann væri að gera eitthvað rangt. „Já, strangt til tekið vissi ég alveg að þetta væri í raun og veru ólöglegt. En ég vil taka það algjörlega fram að ég veðjaði aldrei gegn mínu eigin liði, semsagt Aftureldingu, og þetta voru aldrei háar upphæðir. Ég hef aldrei labbað inn á fótboltavöll með neitt annað hugarfar en að vinna leikinn og leggja mig hundrað prósent fram,“ segir Sigurður. Hann bendir þó á að það breyti því ekki að þetta hafi verið mjög heimskulegt af honum. Hann segist hafa gert þetta í hugsunarleysi og muni aldrei gera slíkt aftur. Svona mál hefur aldrei komið upp í íslenskum fótbolta og því algjörlega óvíst hver refsing Sigurðar verður. Hann segist sjálfur ekki hafa neina hugmynd og þarf bara að bíða og sjá. Aðspurður segist hann ekki sár að skýrslu um málið hafi lekið. „Ég ætla ekkert að fara að spila mig sem eitthvað fórnarlamb. Mér fannst þetta bara skrítið. Ég er samt búinn að hugsa, ég er ekkert algjörlega viss um að þetta hafi komið beint frá KSÍ, þessi leki,“ segir Sigurður. Hann segir að dómur sé væntanlegur í næstu viku.
Afturelding Fjárhættuspil Lengjudeild karla Mosfellsbær Mest lesið Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Orðuðu Klopp við Roma en drógu það strax til baka Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Sjá meira