Erlent

Spilltur fyrrverandi þingmaður lofar að leysa frá skjóðunni

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Pier Antonio Panzeri er sagður ætla að ljóstra upp um allt.
Pier Antonio Panzeri er sagður ætla að ljóstra upp um allt. AP/Marc Dossman/European Parliament

Ítalinn Pier Antonio Panzeri, sem er fyrrverandi þingmaður á Evrópuþinginu og meintur höfuðpaur í stóru mútumáli sem nú skekur sambandið segist ætla að greina frá öllu og í sambandi við málið og hvaða lönd komu þar nærri.

Fjórir eru í haldi í Belgíu vegna málsins en þeir eru grunaðir um að hafa þegið peninga frá Katar og Marokkó í skiptum fyrir að reyna að hafa áhrif á ýmis mál á Evrópuþinginu. Katar og Marokkó þvertaka fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á lagasetningu með því að gefa gjafir og peninga.

Fjórmenningarnir voru handteknir í síðasta mánuði eftir að lögregla fann mikið magn peningaseðla, um eina og hálfa milljón evra í húsleit á nokkrum stöðum í Belgíu. Saksóknarar segja nú að Panzeri hafi samþykkt að upplýsa um alla málavöxtu samkvæmt lagasetningu um uppljóstrara sem aðeins einu sinni áður hefur verið notuð í Belgíu.

Hin sem grunuð eru í málinu eru gríska Evrópuþingkonan Eva Kaili sem var einn af varaforsetum þingsins, kærasti hennar, Francesco Giorgi og lobbíistinn Niccolo Figa-Talamanca.


Tengdar fréttir

Vara­for­seti Evrópu­þingsins grunaður um spillingu

Evu Kaili, einni af fjórtán varaforsetum Evrópuþingsins, hefur verið vikið úr stjórnmálaflokk sínum í heimalandinu vegna gruns um spillingu. Henni hefur einnig verið vikið úr þingflokknum á Evrópuþinginu. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×