Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísindamönnum á óvart Kristján Már Unnarsson skrifar 17. janúar 2023 22:50 Bjarndýr á Grænlandi með hræ í fjörunni. Getty/MB Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns. Fjallað var um rannsóknina í fréttum Stöðvar 2 en hún beindist að hvítabjörnum á tiltölulega íslitlu svæði milli Prins Kristjánssunds við suðurodda Grænlands og bæjarins Tasiilaq og voru þeir bornir saman við birni sem lifa norðar með austurströnd Grænlands. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu Science á nýliðnu ári. Hvítabjarnastofninn lifir á afmörkuðu svæði á Suðaustur-Grænlandi, á svæði sem er sunnar en Ísland. Punktarnir og línurnar tákna staðsetningar og hreyfingar samkvæmt gps-sendum á bjarndýrum.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kristin L. Laidre, sjávarlíffræðingur við Heimskautastofnun Washington-háskóla í Seattle, fór fyrir rannsókninni sem tuttugu vísindamenn frá fjölda háskóla og vísindastofnana stóðu að í samstarfi við Auðlindastofnun Grænlands. Vísindamennirnir segja hvítabirni eina helstu táknmynd hugsanlegra fórnarlamba loftslagsbreytinga. Þeir þurfi hafís til að veiða seli, mikilvægustu fæðutegundina, og því muni minnkandi hafís mjög líklega hafa mikil áhrif á lífsskilyrði þeirra. Hvítabjörn á sundi á Ikateq-firði skammt frá Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Bærinn var áður þekktur sem Ammassalik. Flugvöllur bæjarins er Kulusuk.Getty/Westend61 Laidre og samstarfsmenn hennar segja að í fyrsta sinn hafi tekist að lýsa sérstökum undirstofni hvítabjarna sem sé erfðafræðilega frábrugðnari nítján öðrum stofnun hvítabjarna og sé minna háður hafís. Þarna séu um tvöhundruð dýr sem lifi á svæði sem afmarkað sé af bröttum fjöllum Grænlands og úthafinu. Ólíkt öðrum hvítabjörnum, sem ferðist langar leiðir í fæðuleit, haldi þessir birnir sig við sitt heimasvæði. „Við vildum rannsaka þetta svæði vegna þess að vissum ekki mikið um hvítabirni á Suðaustur-Grænlandi. Við áttum hins vegar alls ekki von á því að finna þarna nýjan undirstofn,“ segir Kristin Laidre í viðtali á vefsíðu Washington-háskóla en hún vill skilgreina hann sem tuttugasta undirstofn hvítabjarna. „Við vissum að það væru birnir þarna út frá sögulegum heimildum og vitneskju frumbyggja. Við vissum bara ekki hversu sérstakir þeir eru.“ Frá Prins Kristjánssundi við syðsta odda Grænlands, Hvarf.Getty/Lars Ruecker Til þessa hefur almennt verið talið að hvítabirnir þoli vart meira en eitthundrað daga tímabil án hafíss. Eftir það fari hungrið að sverfa að þegar þeir geti ekki veitt hina fituríku seli. Birnirnir þarna hafa hins vegar aðlagað sig lífi í fjörðum sem eru lausir við hafís stóran hluta ársins, við aðstæður með óstöðugu veðri, hlýindum og með hafís að jafnaði aðeins fáa mánuði ársins, frá febrúar og fram í maí. Segja vísindamennirnir að við veiðar nýti þeir sér meðal annars ferskvatnsís sem brotni af jökulsporðum í fjarðabotnum en taka fram að meiri rannsóknir þurfi á lífsháttum þeirra. Vísindamennirnir söfnuðu gögnum um bjarndýrin á Suðaustur-Grænlandi um sjö ára skeið. Til samanburðar höfðu þeir gögn um birni norðar á austurströndinni sem safnað var á þrjátíu ára tímabili.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þeir kalla eftir sérstakri verndun þessa undirstofns enda geti hann veitt innsýn í það hvernig hvítabirnir geti lifað af loftslagsbreytingar. Í viðtali við grænlenska fréttamiðilinn Sermitsiaq segir einn rannsakenda, Erik W. Born, að þessi litli suðaustur-grænlenski stofn hafi einhver gen sem þyrfti að varðveita til framtíðar. Þau gen gætu skipt miklu máli fyrir afkomu allra hvítabjarnastofna. Þarna sé hópur dýra sem erfðafræðilega og hegðunarlega hafi lagað sig að hlýrra loftslagi með minni hafís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Vísindi Norðurslóðir Loftslagsmál Dýr Ísbirnir Tengdar fréttir Hvítabirnir hörfa norðar vegna þynningar á norðurskautsísnum Hvítabirnir á Norðuríshafinu sækja sífellt norðar vegna þess hvað ísinn sunnar á hafinu þynnist hratt. Einn vísindamanna MOSAIC leiðangursins, sem lét skip sitt reka í eitt ár í gegnum ísbreiðuna, segir enn mögulegt að snúa þróuninni við en til þess hafi mannkynið skamman tíma. 23. október 2022 20:04 Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. 20. júlí 2020 16:25 Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Hvítabjörn synti sleitulaust 566 kílómetra á níu dögum Rannsókn kanadískra vísindamanna á hvítabjörnum staðfestir gríðarlegt sundþrek þeirra. 24. apríl 2016 20:45 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Fjallað var um rannsóknina í fréttum Stöðvar 2 en hún beindist að hvítabjörnum á tiltölulega íslitlu svæði milli Prins Kristjánssunds við suðurodda Grænlands og bæjarins Tasiilaq og voru þeir bornir saman við birni sem lifa norðar með austurströnd Grænlands. Niðurstöðurnar birtust í vísindaritinu Science á nýliðnu ári. Hvítabjarnastofninn lifir á afmörkuðu svæði á Suðaustur-Grænlandi, á svæði sem er sunnar en Ísland. Punktarnir og línurnar tákna staðsetningar og hreyfingar samkvæmt gps-sendum á bjarndýrum.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Kristin L. Laidre, sjávarlíffræðingur við Heimskautastofnun Washington-háskóla í Seattle, fór fyrir rannsókninni sem tuttugu vísindamenn frá fjölda háskóla og vísindastofnana stóðu að í samstarfi við Auðlindastofnun Grænlands. Vísindamennirnir segja hvítabirni eina helstu táknmynd hugsanlegra fórnarlamba loftslagsbreytinga. Þeir þurfi hafís til að veiða seli, mikilvægustu fæðutegundina, og því muni minnkandi hafís mjög líklega hafa mikil áhrif á lífsskilyrði þeirra. Hvítabjörn á sundi á Ikateq-firði skammt frá Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Bærinn var áður þekktur sem Ammassalik. Flugvöllur bæjarins er Kulusuk.Getty/Westend61 Laidre og samstarfsmenn hennar segja að í fyrsta sinn hafi tekist að lýsa sérstökum undirstofni hvítabjarna sem sé erfðafræðilega frábrugðnari nítján öðrum stofnun hvítabjarna og sé minna háður hafís. Þarna séu um tvöhundruð dýr sem lifi á svæði sem afmarkað sé af bröttum fjöllum Grænlands og úthafinu. Ólíkt öðrum hvítabjörnum, sem ferðist langar leiðir í fæðuleit, haldi þessir birnir sig við sitt heimasvæði. „Við vildum rannsaka þetta svæði vegna þess að vissum ekki mikið um hvítabirni á Suðaustur-Grænlandi. Við áttum hins vegar alls ekki von á því að finna þarna nýjan undirstofn,“ segir Kristin Laidre í viðtali á vefsíðu Washington-háskóla en hún vill skilgreina hann sem tuttugasta undirstofn hvítabjarna. „Við vissum að það væru birnir þarna út frá sögulegum heimildum og vitneskju frumbyggja. Við vissum bara ekki hversu sérstakir þeir eru.“ Frá Prins Kristjánssundi við syðsta odda Grænlands, Hvarf.Getty/Lars Ruecker Til þessa hefur almennt verið talið að hvítabirnir þoli vart meira en eitthundrað daga tímabil án hafíss. Eftir það fari hungrið að sverfa að þegar þeir geti ekki veitt hina fituríku seli. Birnirnir þarna hafa hins vegar aðlagað sig lífi í fjörðum sem eru lausir við hafís stóran hluta ársins, við aðstæður með óstöðugu veðri, hlýindum og með hafís að jafnaði aðeins fáa mánuði ársins, frá febrúar og fram í maí. Segja vísindamennirnir að við veiðar nýti þeir sér meðal annars ferskvatnsís sem brotni af jökulsporðum í fjarðabotnum en taka fram að meiri rannsóknir þurfi á lífsháttum þeirra. Vísindamennirnir söfnuðu gögnum um bjarndýrin á Suðaustur-Grænlandi um sjö ára skeið. Til samanburðar höfðu þeir gögn um birni norðar á austurströndinni sem safnað var á þrjátíu ára tímabili.Grafík/Sara Rut Fannarsdóttir Þeir kalla eftir sérstakri verndun þessa undirstofns enda geti hann veitt innsýn í það hvernig hvítabirnir geti lifað af loftslagsbreytingar. Í viðtali við grænlenska fréttamiðilinn Sermitsiaq segir einn rannsakenda, Erik W. Born, að þessi litli suðaustur-grænlenski stofn hafi einhver gen sem þyrfti að varðveita til framtíðar. Þau gen gætu skipt miklu máli fyrir afkomu allra hvítabjarnastofna. Þarna sé hópur dýra sem erfðafræðilega og hegðunarlega hafi lagað sig að hlýrra loftslagi með minni hafís. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Vísindi Norðurslóðir Loftslagsmál Dýr Ísbirnir Tengdar fréttir Hvítabirnir hörfa norðar vegna þynningar á norðurskautsísnum Hvítabirnir á Norðuríshafinu sækja sífellt norðar vegna þess hvað ísinn sunnar á hafinu þynnist hratt. Einn vísindamanna MOSAIC leiðangursins, sem lét skip sitt reka í eitt ár í gegnum ísbreiðuna, segir enn mögulegt að snúa þróuninni við en til þess hafi mannkynið skamman tíma. 23. október 2022 20:04 Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. 20. júlí 2020 16:25 Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30 Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00 Hvítabjörn synti sleitulaust 566 kílómetra á níu dögum Rannsókn kanadískra vísindamanna á hvítabjörnum staðfestir gríðarlegt sundþrek þeirra. 24. apríl 2016 20:45 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Hvítabirnir hörfa norðar vegna þynningar á norðurskautsísnum Hvítabirnir á Norðuríshafinu sækja sífellt norðar vegna þess hvað ísinn sunnar á hafinu þynnist hratt. Einn vísindamanna MOSAIC leiðangursins, sem lét skip sitt reka í eitt ár í gegnum ísbreiðuna, segir enn mögulegt að snúa þróuninni við en til þess hafi mannkynið skamman tíma. 23. október 2022 20:04
Óttast aldauða hvítabjarna fyrir lok aldarinnar Hop hafíss á norðurskautinu vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna gæti leitt til þess að hvítabirnir verði nær útdauðir á jörðinni fyrir lok þessarar aldar, að mati vísindamanna. Jafnvel þó að dregið verði hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda eigi margir undirstofnar þeirra eftir að verða breytingunum að bráð. 20. júlí 2020 16:25
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Grænlendingar auka veiðar á hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld hafa aukið veiðikvóta á hvítabirni við Vestur- og Norður-Grænland um 21 prósent á næsta ári. Ástæðan er ný talning hvítabjarna. 28. desember 2017 21:30
Segir hvítabirni misvísandi tákn Umhverfisverndarsamtök eru sökuð um misvísandi skilaboð með því að nota hvítabirni sem tákn í baráttu sinni, á sama tíma og ísbjarnastofninn hafi fimmfaldast að stærð. 19. nóvember 2017 22:00
Hvítabjörn synti sleitulaust 566 kílómetra á níu dögum Rannsókn kanadískra vísindamanna á hvítabjörnum staðfestir gríðarlegt sundþrek þeirra. 24. apríl 2016 20:45