Telur mengunina líklegustu skýringuna á daglegum blóðnösum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2023 20:01 Rannveig segir eiginlega alla á heimilinu finna fyrir slappleika og líkamlegum einkennum sem þau telja stafa af bílamengun. Fjölskyldan er búsett við Sæbraut, eina mestu umferðaræð Reykjavíkur. Vísir/Arnar Líklegt er talið að met hafi verið slegið í mengun af völdum útblásturs bíla á þessari öld. Reykvíkingar segja mengunina farna að hafa áhrif á heilsuna og kalla eftir tafarlausum aðgerðum. Mikil köfnunarefnisdíoxíðsmengun hefur mælst í borginni á fyrstu fimmtán dögum þessa árs. Í meira en fjörutíu klukkustundir frá ársbyrjun hefur mengunin farið yfir 200 stig en það má samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins aðeins gerast átján sinnum á ári. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í loftgæðum, telur líklegt að þar með sé búið að slá mengunarmet á þessari öld. Hann segir í samtali við fréttastofu að í það minnsta sé um að ræða metmengun í allavega áratug en það á eftir að sannreyna hversu langt er síðan köfnunarefnisdíoxíðsmengun var svona mikil. Og íbúar eru byrjaðir að finna fyrir heilsufarseinkennum vegna mengunarinnar. „Ég byrja persónulega alla daga á blóðnasir. Og er yfir allan daginn með smá blóðnasir,“ segir Rannveig Ernudóttir, formaður íbúaráðs Laugardals. Það eru ekki einu einkennin. Kverkaskítur, höfuðverkir og slappleiki eru þar á meðal og segist hún hafa kannað alla aðra mögulega orsakavalda. „Er þetta mygla, er þetta lélegt ónæmiskerfi? Ég er búin að útiloka í rauninni allt,“ segir Rannveig. Og það eina sem stendur eftir er búseta við umferðaræðina Sæbraut. Rannveig er ekki ein um að finna fyrir einkennum á heimilinu en börnin hennar hafa fundið fyrir miklum slappleika á þessum miklu mengunardögum. „Þá er maður kominn í þann vítahring að ef þau eru slöpp er maður ekki að senda þau gangandi í skólann. En þá tek ég líka þátt í þessum vítahring,“ segir Rannveig. „Við getum ekki opnað glugga. Það er bara ekki hægt því þá fáum við alla mengunina inn til okkar. Þetta er orðið mjög hvimleitt og mjög aðkallandi að það sé farið í aðgerðir og eitthvað gert í þessum málum.“ Stjórnvöld þurfi að setjast niður, móta skýra stefnu og fylgja henni eftir. „Eigum við að láta reyna á það að bílar sem enda á oddatölu keyra ekki í dag? Hvað ef þeir gera það ekki, hvað er þá gert? Þarna þarf að skýra hlutina.“ Reykjavík Loftgæði Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. 16. janúar 2023 23:11 Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Mikil köfnunarefnisdíoxíðsmengun hefur mælst í borginni á fyrstu fimmtán dögum þessa árs. Í meira en fjörutíu klukkustundir frá ársbyrjun hefur mengunin farið yfir 200 stig en það má samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins aðeins gerast átján sinnum á ári. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun í loftgæðum, telur líklegt að þar með sé búið að slá mengunarmet á þessari öld. Hann segir í samtali við fréttastofu að í það minnsta sé um að ræða metmengun í allavega áratug en það á eftir að sannreyna hversu langt er síðan köfnunarefnisdíoxíðsmengun var svona mikil. Og íbúar eru byrjaðir að finna fyrir heilsufarseinkennum vegna mengunarinnar. „Ég byrja persónulega alla daga á blóðnasir. Og er yfir allan daginn með smá blóðnasir,“ segir Rannveig Ernudóttir, formaður íbúaráðs Laugardals. Það eru ekki einu einkennin. Kverkaskítur, höfuðverkir og slappleiki eru þar á meðal og segist hún hafa kannað alla aðra mögulega orsakavalda. „Er þetta mygla, er þetta lélegt ónæmiskerfi? Ég er búin að útiloka í rauninni allt,“ segir Rannveig. Og það eina sem stendur eftir er búseta við umferðaræðina Sæbraut. Rannveig er ekki ein um að finna fyrir einkennum á heimilinu en börnin hennar hafa fundið fyrir miklum slappleika á þessum miklu mengunardögum. „Þá er maður kominn í þann vítahring að ef þau eru slöpp er maður ekki að senda þau gangandi í skólann. En þá tek ég líka þátt í þessum vítahring,“ segir Rannveig. „Við getum ekki opnað glugga. Það er bara ekki hægt því þá fáum við alla mengunina inn til okkar. Þetta er orðið mjög hvimleitt og mjög aðkallandi að það sé farið í aðgerðir og eitthvað gert í þessum málum.“ Stjórnvöld þurfi að setjast niður, móta skýra stefnu og fylgja henni eftir. „Eigum við að láta reyna á það að bílar sem enda á oddatölu keyra ekki í dag? Hvað ef þeir gera það ekki, hvað er þá gert? Þarna þarf að skýra hlutina.“
Reykjavík Loftgæði Umhverfismál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. 16. janúar 2023 23:11 Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16 Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25 Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Köfnunardíoxíðsmengun tvöfalt meiri fyrstu tvær vikurnar en má á heilu ári Styrkur köfnunardíoxíðs hefur farið tvöfalt oftar yfir klukkustundarmörk á fyrstu tveimur vikum janúar en hann á að gera á heilu ári. Sérfræðingur hjá umhverfisstofnun segir að búast megi áfram við mikilli mengun næstu daga. 16. janúar 2023 23:11
Fer ekki eftir tillögu starfshóps um að skipa starfshóp Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, hefur ákveðið að fara ekki að tillögu starfshóps um hvernig draga megi úr neikvæðum áhrifum mengunar, um að skipa starfshóp um fjármögnun björgunarsveita. Afstaða til tillagna fyrrnefnda starfshópsins verður tekin eftir samtal við björgunarsveitir. 16. janúar 2023 15:16
Óþolandi ástand vegna loftmengunar Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. 11. janúar 2023 13:25