Óþolandi ástand vegna loftmengunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2023 13:25 Þegar kalt, þurrt og lygnt er í veðri dreifist mengun frá bílaumferð síður og þá rýkur styrkur loftmengunar í lofti nærri umferðaræðum upp. Vísir/Egill Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Landverndar sem birt er á heimasíðu félagsins í dag. Síðdegis á fimmtudag fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í Reykjavík. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári og því ljóst að mörkin verði þverbrotin árið 2023. Í yfirlýsingu segir Landverndar að það sé vitað hvað þurfi að gera til að slíkt ástand skapist ekki jafn oft og raun ber vitni. „Yfirvöld í Reykjavíkurborg segjast bíða eftir reglugerð frá ráðherra sem heimili þeim að grípa til aðgerða. Ráðherra umhverfismála hvetur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að kaupa umhverfisvænni farartæki. Samkvæmt sérfræðingi í Evrópurétti ber yfirvöldum skylda til að bregðast við og að nú þegar séu lagalegar forsendur fyrir hendi,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þá segir þar jafn framt að viðbrögð borgaryfirvalda beri vott um vanmátt og langvarandi doða þegar komi að því að vernda loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. „Hættuleg loftmengun takmarkar frelsi íbúa með undirliggjandi sjúkdóma, veikir einstaklingar þjást og fjöldi Íslendinga fellur frá vegna loftmengunar. Sjálfsvitund landsmanna um að þeir búi í heilnæmara umhverfi en flestar aðrar þjóðir er brostin.“ Fara þurfi að ráðum sérfræðinga Umhverfisstofnunar, takmarka óþarfa notkun nagladekkja og gera stórátak þegar kemur að almenningssamgöngum. „Allir vita að góður vilji og samtal eru góð byrjun á farsælum breytingum þegar kemur að umhverfismálum. En reynslan er ólygnust um að bæði þarf fjárhagslega hvata og boð og bönn til jákvæðra breytinga í umhverfismálum. Ráðamenn sem ekki viðurkenna þetta eru á villigötum.“ Umhverfismál Leiknir Reykjavík Reykjavík Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Landverndar sem birt er á heimasíðu félagsins í dag. Síðdegis á fimmtudag fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í Reykjavík. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári og því ljóst að mörkin verði þverbrotin árið 2023. Í yfirlýsingu segir Landverndar að það sé vitað hvað þurfi að gera til að slíkt ástand skapist ekki jafn oft og raun ber vitni. „Yfirvöld í Reykjavíkurborg segjast bíða eftir reglugerð frá ráðherra sem heimili þeim að grípa til aðgerða. Ráðherra umhverfismála hvetur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að kaupa umhverfisvænni farartæki. Samkvæmt sérfræðingi í Evrópurétti ber yfirvöldum skylda til að bregðast við og að nú þegar séu lagalegar forsendur fyrir hendi,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þá segir þar jafn framt að viðbrögð borgaryfirvalda beri vott um vanmátt og langvarandi doða þegar komi að því að vernda loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. „Hættuleg loftmengun takmarkar frelsi íbúa með undirliggjandi sjúkdóma, veikir einstaklingar þjást og fjöldi Íslendinga fellur frá vegna loftmengunar. Sjálfsvitund landsmanna um að þeir búi í heilnæmara umhverfi en flestar aðrar þjóðir er brostin.“ Fara þurfi að ráðum sérfræðinga Umhverfisstofnunar, takmarka óþarfa notkun nagladekkja og gera stórátak þegar kemur að almenningssamgöngum. „Allir vita að góður vilji og samtal eru góð byrjun á farsælum breytingum þegar kemur að umhverfismálum. En reynslan er ólygnust um að bæði þarf fjárhagslega hvata og boð og bönn til jákvæðra breytinga í umhverfismálum. Ráðamenn sem ekki viðurkenna þetta eru á villigötum.“
Umhverfismál Leiknir Reykjavík Reykjavík Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Sjá meira