Óþolandi ástand vegna loftmengunar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. janúar 2023 13:25 Þegar kalt, þurrt og lygnt er í veðri dreifist mengun frá bílaumferð síður og þá rýkur styrkur loftmengunar í lofti nærri umferðaræðum upp. Vísir/Egill Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Landverndar sem birt er á heimasíðu félagsins í dag. Síðdegis á fimmtudag fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í Reykjavík. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári og því ljóst að mörkin verði þverbrotin árið 2023. Í yfirlýsingu segir Landverndar að það sé vitað hvað þurfi að gera til að slíkt ástand skapist ekki jafn oft og raun ber vitni. „Yfirvöld í Reykjavíkurborg segjast bíða eftir reglugerð frá ráðherra sem heimili þeim að grípa til aðgerða. Ráðherra umhverfismála hvetur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að kaupa umhverfisvænni farartæki. Samkvæmt sérfræðingi í Evrópurétti ber yfirvöldum skylda til að bregðast við og að nú þegar séu lagalegar forsendur fyrir hendi,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þá segir þar jafn framt að viðbrögð borgaryfirvalda beri vott um vanmátt og langvarandi doða þegar komi að því að vernda loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. „Hættuleg loftmengun takmarkar frelsi íbúa með undirliggjandi sjúkdóma, veikir einstaklingar þjást og fjöldi Íslendinga fellur frá vegna loftmengunar. Sjálfsvitund landsmanna um að þeir búi í heilnæmara umhverfi en flestar aðrar þjóðir er brostin.“ Fara þurfi að ráðum sérfræðinga Umhverfisstofnunar, takmarka óþarfa notkun nagladekkja og gera stórátak þegar kemur að almenningssamgöngum. „Allir vita að góður vilji og samtal eru góð byrjun á farsælum breytingum þegar kemur að umhverfismálum. En reynslan er ólygnust um að bæði þarf fjárhagslega hvata og boð og bönn til jákvæðra breytinga í umhverfismálum. Ráðamenn sem ekki viðurkenna þetta eru á villigötum.“ Umhverfismál Leiknir Reykjavík Reykjavík Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Landverndar sem birt er á heimasíðu félagsins í dag. Síðdegis á fimmtudag fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk í Reykjavík. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári og því ljóst að mörkin verði þverbrotin árið 2023. Í yfirlýsingu segir Landverndar að það sé vitað hvað þurfi að gera til að slíkt ástand skapist ekki jafn oft og raun ber vitni. „Yfirvöld í Reykjavíkurborg segjast bíða eftir reglugerð frá ráðherra sem heimili þeim að grípa til aðgerða. Ráðherra umhverfismála hvetur sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu til að kaupa umhverfisvænni farartæki. Samkvæmt sérfræðingi í Evrópurétti ber yfirvöldum skylda til að bregðast við og að nú þegar séu lagalegar forsendur fyrir hendi,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Þá segir þar jafn framt að viðbrögð borgaryfirvalda beri vott um vanmátt og langvarandi doða þegar komi að því að vernda loftgæði á höfuðborgarsvæðinu. „Hættuleg loftmengun takmarkar frelsi íbúa með undirliggjandi sjúkdóma, veikir einstaklingar þjást og fjöldi Íslendinga fellur frá vegna loftmengunar. Sjálfsvitund landsmanna um að þeir búi í heilnæmara umhverfi en flestar aðrar þjóðir er brostin.“ Fara þurfi að ráðum sérfræðinga Umhverfisstofnunar, takmarka óþarfa notkun nagladekkja og gera stórátak þegar kemur að almenningssamgöngum. „Allir vita að góður vilji og samtal eru góð byrjun á farsælum breytingum þegar kemur að umhverfismálum. En reynslan er ólygnust um að bæði þarf fjárhagslega hvata og boð og bönn til jákvæðra breytinga í umhverfismálum. Ráðamenn sem ekki viðurkenna þetta eru á villigötum.“
Umhverfismál Leiknir Reykjavík Reykjavík Samgöngur Loftslagsmál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum Sjá meira