Innlent

Nýir starfs­menn heil­brigðis­ráðu­neytisins kosta 150 milljónir

Jakob Bjarnar skrifar
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur verið duglegur að ráða fólk til starfa í ráðuneyti sitt en gerðir hafi verið tólf ráðningarsamningar frá 28. nóvember 2021.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur verið duglegur að ráða fólk til starfa í ráðuneyti sitt en gerðir hafi verið tólf ráðningarsamningar frá 28. nóvember 2021. vísir/vilhelm

Í svari við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingar til Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, kemur fram að fjölgað hefur í ráðuneytinu frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við 2021.

Helga Vala vildi vita hversu margt starfsfólk hafi verið ráðið til heilbrigðisráðuneytisins frá því að ný ríkisstjórn tók við. Í svari segir að gerðir hafi verið tólf ráðningarsamningar frá 28. nóvember 2021. Ein skipan í embætti skrifstofustjóra en annað hafi verið ráðningar í störf; sjö tímabundnar ráðningar sem eru þá verkefnatengd störf og afleysingar vegna veikinda og fjórar ótímabundnar ráðningar. Segir að ráðið hafi verið í sex ný störf, þar af fjögur tímabundin.

Helga Vala Helgadóttir vildi vita hversu mörgum nýjum störfum og stöðum hafi verið bætt við frá því að ný ríkisstjórn tók við störfum.vísir/vilhelm

Þá segir í svari að öll störf sem ekki eru tímabundnar ráðningar hafi verið auglýst; embætti skrifstofustjóra og fjögur störf sérfræðinga.

Þá er spurt hversu mikið ætlað er að hin nýju störf kosti. Í svari er vísað til þess sem áður sagði, að um sex ný störf sé að ræða frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum. „Áætlaður viðbótarkostnaður vegna fjölgunar starfsfólks á kjörtímabilinu til loka árs 2025 gæti numið allt að 150 millj. kr.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×