Erlent

Látinn eftir að bíll rakst á Branden­borgar­hliðið

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning um málið barst lögreglu um klukkan 23:30 í gærkvöldi.
Tilkynning um málið barst lögreglu um klukkan 23:30 í gærkvöldi. Getty

Lögregla og slökkvilið var kallað út eftir að bíll rakst á Brandenborgarhliðið í Berlín í Þýskalandi í gærkvöldi.

Talsmaður lögreglu í Berlín segir að enginn annar hafi slasast, en í frétt DW segir að ökumaðurinn hafi verið einn í bílnum.

Tilkynnt var um málið um klukkan 23:30 að staðartíma í gærkvöldi og girti lögregla af svæðið í kringum hliðið.

Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að unnið sé að því að bera kennsl á ökumanninn og ná utan um hvað gerðist.

Brandenborgarhliðið var reist árið 1791 og er eitt helsta kennileiti þýsku höfuðborgarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×