Erlent

Bilið milli hinna ofurríku og hinna eykst enn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Elon Musk, einn ríkasti maður jarðar og unnusta hans Grimes.
Elon Musk, einn ríkasti maður jarðar og unnusta hans Grimes. Getty/Theo Wargo

Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam hvetja til þess að ríkasta fólk veraldar verði skattlagt í meira mæli en nú er gert en í nýrri skýrslu frá samtökunum kemur fram að bilið á milli þeirra ofurríku og annarra á jörðinni hefur aukist eftir kórónuveirufaraldurinn.

Í skýrslunni er því haldið fram að tveir þriðju hlutar alls auðs sem varð til frá upphafi heimsfaraldursins hafi lent hjá þeim ofurríku, sem eru aðeins eitt prósent allra jarðarbúa.

Skýrslan kemur út á sama tíma og ríkustu menn heims hittast á sínum árlega fundi í Davos í Sviss.

Skýrsluhöfundar fullyrða að tuttugu og sex billjónir dollara hafi runnið í vasa þeirra ofurríku frá upphafi faraldurs og fram til loka ársins 2021, sem eru 63 prósent af allri nýrri auðsöfnun í heiminum á tímabilinu. Restin rann svo til hinna níutíu og níu prósentanna sem byggja jörðina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×