Tekjur

Fréttamynd

Ís­lendingar vinna einna minnst en þéna mest

Íslendingar vinna einna minnst en þéna mest á mánuði, talsvert meira borið saman við aðrar Norðurlandaþjóðir, samkvæmt gögnum frá OECD. „Við getum varðveitt þessa stöðu svo lengi sem verðmætasköpun stendur undir henni,“ segir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Innherji
Fréttamynd

Enn og aftur ræðum við fá­tækt

Í dag 17. október er alþjóðlegur baráttudagur gegn fátækt. Það hefur gengið illa að uppræta fátækt á Íslandi þó fátækt sé alvarlegt samfélagslegt mein sem bitnar því miður hvað mest á börnum. Árið 2021 (Hagstofan) átti rúmlega 51% einstæðra foreldra erfitt með að láta enda ná saman og víst er að staðan er mun verri núna og versnar hratt í því umhverfi sem vaxtahækkanir valda, minnkandi kaupmáttur, hækkun útgjalda og húsnæðiskostnaðar svo dæmi séu nefnd.

Skoðun
Fréttamynd

Fimm hjá hinu opin­bera með hærri tekjur en for­setinn

Forstjóri Landspítala raðar sér efst á lista yfir tekjuhæstu embættismenn, forstjóra og starfsmenn hins opinbera. Runólfur Pálsson var með 4,5 milljónir króna á mánuði að jafnaði í tekjur á síðasta ári, miðað við greitt útsvar en næstur er Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar með 4,1 milljón króna á mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Óskar og Helgi Björns bera sig vel

Óskar Magnússon, rithöfundur og bóndi var tekjuhæsti listamaður landsins á síðasta ári með 5,5 milljónir króna að jafnaði á mánuði, samkvæmt álagningarskrá Skattsins. Þá heldur Helgi Björnsson tónlistarmaður áfram að gera það gott og var að jafnaði með fjórar milljónir króna á mánuði, miðað við greitt útsvar.

Lífið
Fréttamynd

Haf­þór, Gunni og Eiður tekju­hæstu í­þrótta­mennirnir

Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður var tekjuhæsti íþróttamaður landsins á síðasta ári með rétt rúmar fimm milljónir króna í mánaðarlaun. Á eftir honum fylgja Gunnar Nelson bardagakappi og Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu.

Sport
Fréttamynd

Eva Ruza trónir á toppi áhrifavalda

Eva Ruza Milijevic, skemmtikraftur og blaðamaður á K100, trónir á toppi lista yfir tekjuhæstu áhrifavalda landsins árið 2022. Hún hreppir toppsætið af kírópraktornum geðuga, Gumma Kíró.

Lífið
Fréttamynd

Sigurður launa­hæstur innan hags­muna­sam­taka

Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarformaður Kviku banka er launahæsti starfsmaður hagsmunasamtaka og aðila vinnumarkaðarins. Hann hreppir toppsætið af Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Benedikt er launahæsti bankastjórinn

Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka var launahæsti bankastjóri landsins árið 2022. Hann er þó langt því frá launahæsti starfsmaður fjármálafyrirtækja. Birna Einarsdóttir fyrrverandi bankastjóri Íslandsbanka kemst ekki inn á lista yfir tíu launahæstu starfsmennina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hjalti launa­hæsti for­stjórinn

Hjalti Baldursson, fyrrverandi forstjóri Bókunar, var launahæsti forstjóri landsins árið 2022. Mánaðartekjur hans námu 24,8 milljónum króna. Ein kona kemst á lista yfir tíu launahæstu forstjórana.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að skjóta niður skjól­stæðinga sína

Á dagskrá Alþingis þann 23. Febrúar síðastliðin var tillaga til þingsályktunnar frá Flokki fólksins sem bar yfirskriftina: „um staðgreiðslu við innborgun í lífeyrissjóði“. Tillagan er eftirfarandi:

Skoðun
Fréttamynd

Bilið milli hinna ofurríku og hinna eykst enn

Alþjóðlegu hjálparsamtökin Oxfam hvetja til þess að ríkasta fólk veraldar verði skattlagt í meira mæli en nú er gert en í nýrri skýrslu frá samtökunum kemur fram að bilið á milli þeirra ofurríku og annarra á jörðinni hefur aukist eftir kórónuveirufaraldurinn.

Erlent
Fréttamynd

Jólabónus á þriðja farrrými

Farþegaskipið glæsta Titanic sökk eins og frægt er fyrir 110 árum. Slysið var afar mannskætt. Aðeins 705 manns björguðust af 2224. Langflestir þeirra farþega sem björguðust voru á fyrsta farrými en flestir farþeganna sem létust voru á þriðja farrými. Þaðan var löng leið og torsótt upp á þilfar og björgunarbátar allt of fáir þegar loks kom að þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Hinir raun­veru­legu styrk­þegar ríkis­sjóðs

Það má líta á það sem styrk til hinna tekjuhæstu að skattleggja fjármagnstekjur minna en launatekjur. Stjórnvöld ákveða að meginþorri fólks skulu skattlagður með tilteknum hætti en síðan að lítill hluti landsmanna skuli skattlagður minna.

Skoðun
Fréttamynd

Skattkerfið hygli þeim tekjuháu

Miklar umræður hafa spunnist um fjármagnstekjuskatt undanfarið, í kjölfar útgáfu helstu tekjublaða og því haldið fram að vegna lágs fjármagnstekjuskatts borgi hin tekjumiklu hlutfallslega minna í skatt, samaborið við meðalmanninn. Helstu útgerðarmenn landsins eru í tekjublaði ársins sagðir með mun lægri laun en raun ber vitni. Í helstu tekjublöðum virðast tekjur þjóðþekktra einstaklinga og listamanna einnig mun lægri þar sem sneitt er hjá svokölluðum samlagsfélögum sem þeir stofna utan um starfsemi sína.

Innlent
Fréttamynd

Þau ábyrgu og við hin

„Óveðursskýin hrannast upp á vinnumarkaði þessa dagana. Þó svo kjaraviðræður séu ekki hafnar eru strax komnar fram hótanir um verkfallsátök og kröfur um viðamiklar aðgerðir ríkisstjórnar til að forða átökum.“ Svo mælir fyrrum framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Þorsteinn Víglundsson, í grein sem hann nefnir „Vinnumarkaður í úlfakreppu” og bætir síðan við: „Þegar fíflunum fjölgar um of í kringum okkur er stundum gott að líta í spegil. “

Skoðun
Fréttamynd

Starfs­­menn hins opin­bera fá milljónir í vasann

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, er sá starfsmaður fyrirtækja í eigu íslenska ríkisins eða borgarinnar sem var með hæstu tekjurnar árið 2021 samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í dag. Hörður var með tæpar fjórar milljónir í mánaðarlaun.

Innlent