Erlent

Fyrr­verandi þing­kona myrt í Kabúl

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Talíbanar hafa skert frelsi stúlkna og kvenna verulega.
Talíbanar hafa skert frelsi stúlkna og kvenna verulega. epa

Mursal Nabizada, 32 ára fyrrverandi þingkona, og lífvörður hennar voru skotin til bana á heimili Nabizada í Kabúl í gær. Bróðir Nabizada og annar lífvörður særðust í árásinni.

Nabizada er ein af fáum fyrrverandi þingkonum Afganistan sem flúðu ekki Kabúl eftir að Talíbanar komust til valda á ný í ágúst 2021. Nabiaza hefur verið lofuð fyrir óttalausa baráttu sína fyrir Afganistan og fyrir að hafa neitað að yfirgefa landið.

Khalid Zadran, talsmaður lögreglunnar í Kabúl, segir rannsókn hafna á árásinni.

Nabizada, sem er frá austurhéraðinu Nangarhar, var kjörin á þing árið 2018. Hún átti meðal annars sæti í varnarmálanefnd þingsins.

„Ég er sorgmædd og reið og ég vill að heimurinn viti það,“ segir Evrópuþingmaðurinn Hannah Neumann um morðið á Nabizada. „Hún var myrt í myrkrinu en Talíbanarnir hafa tekið upp kynjaða aðskilnaðarstefnu í dagsljósinu.“

Frá því að Talíbanar tóku aftur völdin í Afganistan hafa konur svo gott sem verið afmáðar úr opinberu lífi. Þær fá til að mynda ekki að mennta sig né sinna ýmsum embættum. Þá er daglegt líf þeirra ýmsum takmörkum háð.

Margar konur sem voru áberandi í þjóðlífinu fyrir 2021 hafa flúið land.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×