Erlent

Njósnari Breta tekinn af lífi í Íran

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Alireza Akbari.
Alireza Akbari. ap

Bresk-ír­anski maður­inn Alireza Ak­bari var tekinn af lífi í Íran eft­ir að hafa verið sakaður um njósn­ir fyr­ir Bret­land. Af­tak­an hef­ur verið fordæmd bæði í Bretlandi og í Íran.

Alireza Akbari var upphaflega dæmdur fyrir að njósna fyrir bresku leyniþjónustuna í Íran. Aftakan er harðlega gagnrýnd í Bretlandi og segir James Cleverly utanríkisráðherra Bretlands að ekki séu til nógu sterk orð til að fordæma aftökuna. Brugðist verði við aftökunni af hálfu stjórnvalda.

Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, segir tíðindin hörmuleg. Um sé að ræða kaldranalegan verknað framkvæmdan af ósiðmenntuðum valdhöfum sem beri enga virðingu fyrir mannréttindum.

Íranskir fjölmiðlar greindu frá því á fimmtudag að Akbari, sem var 61 árs, hafi verið háttsettur í stjórnsýslu varnarmálaráðuneytisins. Hann hafi meðal annars verið hægri hönd varnarmálaráðherra og í ritaraembætti í öryggisráði landsins. Honum var lýst sem einum allra mikilvægasta njósnara breskra stjórnvalda í Íran. Í hljóðskilaboðum sem BBC greinir frá lýsir Akbari því að hann hafi verði pyntaður í 3500 klukkustundir samtals, eða um 145 daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×