Enga myglu að finna þar sem hælisleitendur eru hýstir í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. janúar 2023 21:45 Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslunnar segir enga myglu að finna í húsnæði flóttafólks í Grindavík. Vísir/Vilhelm Enga myglu er að finna í Festi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur. Forstjóri stofnunarinnar segir mikla áskorun bíða hennar á árinu vegna fjölda flóttamanna sem stefna hingað til lands. Gríðarlegur skortur sé á húsnæði. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að bæjarstjórn Grindavíkur hafi mótmælt ákvörðun Vinnumálastofnunar um að hýsa flóttamenn á hótelinu Festi í bænum. Hjálmar Hallgrímsson forseti bæjarstjórnar furðaði sig á vinnubrögðum Vinnumálastofnunar, til dæmis að málið hafi verið framkvæmt án samráðs við bæjarstjórn. „Við hefðum sjálfsagt átt að hafa meira samráð við þá áður en það var ýmislegt sem kom til. Veikindi hjá okkur og annir. Svo er það stundum þannig að Framkvæmdasýslan, sem sér um að finna húsnæði handa okkur, hún finnur húsnæðið og við erum að hlaupa og með fullt af fólki sem þarf að koma undir þak. Þá gefst ekki alltaf tækifæri til að vera með nógu góðan fyrirvara,“ segir Unnur Sveinsdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hún fundaði með Grindvíkingum í morgun og var niðurstaða fundarins að auka samráð og að flóttafólkið fái að vera þarna áfram. Grindvíkingar lýstu áhyggjum af fólkinu vegna myglu, sem upp kom í húsnæðinu síðasta vor, en þar þurfti að hætta starfsemi hótels vegna hennar. Myndu aldrei leigja heilsuspillandi húsnæði Það þurfti að hætta þarna starfsemi þarna í fyrravor vegna myglu. Er húsnæðið myglað? „Nei, það er það ekki. Það kom upp mygla í einu herbergi af 38 fyrir ári síðan. Eigandi hússins greip til viðeigandi ráðstafana og sú úttekt sem við höfum frá verkfræðistofu sýnir að húsnæðið er í fínu lagi,“ segir Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Stöðva þurfti starfsemi hótelsins í Festi í Grindavík í fyrravor vegna rakaskemmda og myglu. Vísir/Egill Hann skilji vel að margir Íslendingar verði hræddir þegar minnst er á myglu, sérstaklega í ljósi ítrekaðra myglufunda í húsnæði hér undanfarin misseri. „En við myndum aldrei leigja húsnæði sem er heilsuspillandi,“ segir Karl Pétur. Hefðu viljað vita fyrr af áætlunum Annað svipað mál hefur komið upp á Laugarvatni en þar á að hýsa tugi flóttamanna í gamalli heimavist Háskóla Íslands. Sveitarstjórn var ekki gert viðvart um fyrirætlanirnar fyrr en nýlega og heilbrigðiseftirlitið gert athugasemdir vegna rakaskemmda. „Þetta er gríðarlega stórt hús og misjafnt hvað er að því eftir hvar þú drepur niður fæti,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, í samtali við fréttamann okkar Magnús Hlyn Hreiðarsson. Sveitarstjórnin hafi lagt á það áherslu að húsnæðið verði ekki tekið til notkunar séu aðstæður þar innandyra heilsuspillandi. „Það hefði verið gott að vita af þessu fyrr og það væri gott ef sveitarfélögin hefðu eitthvað um þetta að segja. Þau hafa það ekki.“ Mikil áskorun framundan að finna húsnæði fyrir flóttafólk Vinna er hafin við að laga það sem þarf í húsinu og því tiltölulega stutt í að hægt sé að taka það í notkun. Ástandið á því sé almennt gott. „Og þar eru ekki þannig rakaskemmdir að það hafi ollið myglu,“ segir Karl Pétur. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Einar Fimm þúsund hælisleitendur komu til landsins í fyrra og von er á öðrum eins fjölda á þessu ári. „Mesta áskorunin er að finna húsnæði fyrir þetta fólk en við megum ekki gleyma því sem þjóð að við erum að taka á móti fólki sem er að flýja stríð og aðrar hörmungar,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Grindavík Bláskógabyggð Mygla Tengdar fréttir Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07 Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. 12. janúar 2023 19:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var fjallað um að bæjarstjórn Grindavíkur hafi mótmælt ákvörðun Vinnumálastofnunar um að hýsa flóttamenn á hótelinu Festi í bænum. Hjálmar Hallgrímsson forseti bæjarstjórnar furðaði sig á vinnubrögðum Vinnumálastofnunar, til dæmis að málið hafi verið framkvæmt án samráðs við bæjarstjórn. „Við hefðum sjálfsagt átt að hafa meira samráð við þá áður en það var ýmislegt sem kom til. Veikindi hjá okkur og annir. Svo er það stundum þannig að Framkvæmdasýslan, sem sér um að finna húsnæði handa okkur, hún finnur húsnæðið og við erum að hlaupa og með fullt af fólki sem þarf að koma undir þak. Þá gefst ekki alltaf tækifæri til að vera með nógu góðan fyrirvara,“ segir Unnur Sveinsdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Hún fundaði með Grindvíkingum í morgun og var niðurstaða fundarins að auka samráð og að flóttafólkið fái að vera þarna áfram. Grindvíkingar lýstu áhyggjum af fólkinu vegna myglu, sem upp kom í húsnæðinu síðasta vor, en þar þurfti að hætta starfsemi hótels vegna hennar. Myndu aldrei leigja heilsuspillandi húsnæði Það þurfti að hætta þarna starfsemi þarna í fyrravor vegna myglu. Er húsnæðið myglað? „Nei, það er það ekki. Það kom upp mygla í einu herbergi af 38 fyrir ári síðan. Eigandi hússins greip til viðeigandi ráðstafana og sú úttekt sem við höfum frá verkfræðistofu sýnir að húsnæðið er í fínu lagi,“ segir Karl Pétur Jónsson, upplýsingafulltrúi Framkvæmdasýslu - Ríkiseigna. Stöðva þurfti starfsemi hótelsins í Festi í Grindavík í fyrravor vegna rakaskemmda og myglu. Vísir/Egill Hann skilji vel að margir Íslendingar verði hræddir þegar minnst er á myglu, sérstaklega í ljósi ítrekaðra myglufunda í húsnæði hér undanfarin misseri. „En við myndum aldrei leigja húsnæði sem er heilsuspillandi,“ segir Karl Pétur. Hefðu viljað vita fyrr af áætlunum Annað svipað mál hefur komið upp á Laugarvatni en þar á að hýsa tugi flóttamanna í gamalli heimavist Háskóla Íslands. Sveitarstjórn var ekki gert viðvart um fyrirætlanirnar fyrr en nýlega og heilbrigðiseftirlitið gert athugasemdir vegna rakaskemmda. „Þetta er gríðarlega stórt hús og misjafnt hvað er að því eftir hvar þú drepur niður fæti,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, í samtali við fréttamann okkar Magnús Hlyn Hreiðarsson. Sveitarstjórnin hafi lagt á það áherslu að húsnæðið verði ekki tekið til notkunar séu aðstæður þar innandyra heilsuspillandi. „Það hefði verið gott að vita af þessu fyrr og það væri gott ef sveitarfélögin hefðu eitthvað um þetta að segja. Þau hafa það ekki.“ Mikil áskorun framundan að finna húsnæði fyrir flóttafólk Vinna er hafin við að laga það sem þarf í húsinu og því tiltölulega stutt í að hægt sé að taka það í notkun. Ástandið á því sé almennt gott. „Og þar eru ekki þannig rakaskemmdir að það hafi ollið myglu,“ segir Karl Pétur. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.Vísir/Einar Fimm þúsund hælisleitendur komu til landsins í fyrra og von er á öðrum eins fjölda á þessu ári. „Mesta áskorunin er að finna húsnæði fyrir þetta fólk en við megum ekki gleyma því sem þjóð að við erum að taka á móti fólki sem er að flýja stríð og aðrar hörmungar,“ segir Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Grindavík Bláskógabyggð Mygla Tengdar fréttir Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00 Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07 Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. 12. janúar 2023 19:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. 13. janúar 2023 12:00
Segir að samráð hefði mátt vera meira en flóttamennirnir verði áfram í Grindavík Flóttafólk, sem Vinnumálastofnun hefur komið fyrir á hótelinu Festi í Grindavík, verður þar áfram. Bæjarstjórn Grindavíkur gagnrýndi stofnunina fyrir að koma fólkinu þar fyrir í gær og deildi á um hvort stofnunin hafi haft heimild til að koma fólkinu þar fyrir. Forstjóri Vinnumálastofnunar fundaði með Bæjarráði í morgun og segir hann hafa verið farsælan. 13. janúar 2023 14:07
Vilja loka húsnæði sem hýsir hælisleitendur Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Grindavík þrátt fyrir mótmæli bæjaryfirvalda. Bæjarráð hefur beint því til skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna hvort bærinn geti lokað húsnæðinu. 12. janúar 2023 19:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði