Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. janúar 2023 12:00 Heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemdir við ástnad húsnæðisins og brunavarnir eru sömuleiðis í ólagi. Sveitarstjóri segir erfitt fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. Vísir Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. Áætlað er að um fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd muni dvelja í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tómt í nokkur ár. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar var ekki tilkynnt um fyrirætlanirnar fyrr en eftir að ákvörðun lá fyrir. „Sveitarfélagið hefur í sjálfu sér ekkert um það að segja, hefur ekkert neitunarvald í því. En við höfum verið í sambandi við Vinnumálastofnun að afla frekari upplýsinga um það hvernig þetta verður og hver verður samsetning hópsins og hvenær þetta byrjar. Og höfum átt fund með vinnumálastofnun,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir verkefnið stórt fyrir lítið sveitarfélag. „Það búa 200 á Laugarvatni. Ef þetta úrræði verður fullnýtt, það eru þarna þrjátíu herbergi, þá eru þetta að hámarki 60 manns. Það gefur augaleið að það er mikið inngrip í lítið samfélag.“ Svipuð staða er uppi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í óþökk bæjaryfirvalda. Hótelstarfsemi í húsnæðinu var stöðvuð síðastliðið vor vegna myglu. Svipuð staða er uppi á Laugarvatni. Vinnumálastofnun hefur verið gerð grein fyrir því hvernig ástand hússins er og fengið þær eftirlitsskýrslur sem eru til. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á það að verði húsið tekið til notkunar verði ástandið á því í samræmi við kröfur eftirlitsaðila,“ segir Ásta. Verið sé að vinna að endurbótum á húsnæðinu en óljóst hversu langt þær eru komnar. „Við viljum að fólk sem hingað kemur sé sett í öruggt húsnæði, sem er ekki heilsuspillandi. Við treystum því að það verði séð til þess að áður en fólk kemur inn í þetta úrræði verð húsnæðið þannig að það uppfylli allar kröfur.“ Sveitarfélögum ber að þjónusta fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi en hefur ekki fengið afgreiðslu á umsókn sinni. Ásta segir það stór biti fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti með mikla þjónustuþörf, sérstaklega ef börn eru í hópnum. „Á Laugarvatni er lítill grunnskóli, fámennur, nánast fullsetinn og mönnun í takt við það að þetta er fámennur skóli. Það er alveg ljóst að það þarf að leita sérúrræða til að sinna menntun barna sem þarna kunna að dvelja.“ Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur munu fljótlega halda kynningu fyrir íbúa á Laugarvatni að sögn Ástu til að fara yfir málin. Íbúar hafi spurningar um málið sem verði að svara. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bláskógabyggð Tengdar fréttir Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Áætlað er að um fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd muni dvelja í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tómt í nokkur ár. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar var ekki tilkynnt um fyrirætlanirnar fyrr en eftir að ákvörðun lá fyrir. „Sveitarfélagið hefur í sjálfu sér ekkert um það að segja, hefur ekkert neitunarvald í því. En við höfum verið í sambandi við Vinnumálastofnun að afla frekari upplýsinga um það hvernig þetta verður og hver verður samsetning hópsins og hvenær þetta byrjar. Og höfum átt fund með vinnumálastofnun,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir verkefnið stórt fyrir lítið sveitarfélag. „Það búa 200 á Laugarvatni. Ef þetta úrræði verður fullnýtt, það eru þarna þrjátíu herbergi, þá eru þetta að hámarki 60 manns. Það gefur augaleið að það er mikið inngrip í lítið samfélag.“ Svipuð staða er uppi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í óþökk bæjaryfirvalda. Hótelstarfsemi í húsnæðinu var stöðvuð síðastliðið vor vegna myglu. Svipuð staða er uppi á Laugarvatni. Vinnumálastofnun hefur verið gerð grein fyrir því hvernig ástand hússins er og fengið þær eftirlitsskýrslur sem eru til. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á það að verði húsið tekið til notkunar verði ástandið á því í samræmi við kröfur eftirlitsaðila,“ segir Ásta. Verið sé að vinna að endurbótum á húsnæðinu en óljóst hversu langt þær eru komnar. „Við viljum að fólk sem hingað kemur sé sett í öruggt húsnæði, sem er ekki heilsuspillandi. Við treystum því að það verði séð til þess að áður en fólk kemur inn í þetta úrræði verð húsnæðið þannig að það uppfylli allar kröfur.“ Sveitarfélögum ber að þjónusta fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi en hefur ekki fengið afgreiðslu á umsókn sinni. Ásta segir það stór biti fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti með mikla þjónustuþörf, sérstaklega ef börn eru í hópnum. „Á Laugarvatni er lítill grunnskóli, fámennur, nánast fullsetinn og mönnun í takt við það að þetta er fámennur skóli. Það er alveg ljóst að það þarf að leita sérúrræða til að sinna menntun barna sem þarna kunna að dvelja.“ Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur munu fljótlega halda kynningu fyrir íbúa á Laugarvatni að sögn Ástu til að fara yfir málin. Íbúar hafi spurningar um málið sem verði að svara.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bláskógabyggð Tengdar fréttir Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03