Íbúar á Laugarvatni uggandi að setja eigi hælisleitendur í heilsuspillandi húsnæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. janúar 2023 12:00 Heilbrigðiseftirlitið hefur gert athugasemdir við ástnad húsnæðisins og brunavarnir eru sömuleiðis í ólagi. Sveitarstjóri segir erfitt fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. Vísir Vinnumálastofnun hyggst hýsa tugi hælisleitenda á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, þrátt fyrir að heilbrigðiseftirlitið hafi varað við að húsnæðið geti verið heilsuspillandi og brunavarnir ekki í lagi. Sveitarstjóri segir það stóran bita fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti. Áætlað er að um fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd muni dvelja í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tómt í nokkur ár. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar var ekki tilkynnt um fyrirætlanirnar fyrr en eftir að ákvörðun lá fyrir. „Sveitarfélagið hefur í sjálfu sér ekkert um það að segja, hefur ekkert neitunarvald í því. En við höfum verið í sambandi við Vinnumálastofnun að afla frekari upplýsinga um það hvernig þetta verður og hver verður samsetning hópsins og hvenær þetta byrjar. Og höfum átt fund með vinnumálastofnun,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir verkefnið stórt fyrir lítið sveitarfélag. „Það búa 200 á Laugarvatni. Ef þetta úrræði verður fullnýtt, það eru þarna þrjátíu herbergi, þá eru þetta að hámarki 60 manns. Það gefur augaleið að það er mikið inngrip í lítið samfélag.“ Svipuð staða er uppi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í óþökk bæjaryfirvalda. Hótelstarfsemi í húsnæðinu var stöðvuð síðastliðið vor vegna myglu. Svipuð staða er uppi á Laugarvatni. Vinnumálastofnun hefur verið gerð grein fyrir því hvernig ástand hússins er og fengið þær eftirlitsskýrslur sem eru til. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á það að verði húsið tekið til notkunar verði ástandið á því í samræmi við kröfur eftirlitsaðila,“ segir Ásta. Verið sé að vinna að endurbótum á húsnæðinu en óljóst hversu langt þær eru komnar. „Við viljum að fólk sem hingað kemur sé sett í öruggt húsnæði, sem er ekki heilsuspillandi. Við treystum því að það verði séð til þess að áður en fólk kemur inn í þetta úrræði verð húsnæðið þannig að það uppfylli allar kröfur.“ Sveitarfélögum ber að þjónusta fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi en hefur ekki fengið afgreiðslu á umsókn sinni. Ásta segir það stór biti fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti með mikla þjónustuþörf, sérstaklega ef börn eru í hópnum. „Á Laugarvatni er lítill grunnskóli, fámennur, nánast fullsetinn og mönnun í takt við það að þetta er fámennur skóli. Það er alveg ljóst að það þarf að leita sérúrræða til að sinna menntun barna sem þarna kunna að dvelja.“ Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur munu fljótlega halda kynningu fyrir íbúa á Laugarvatni að sögn Ástu til að fara yfir málin. Íbúar hafi spurningar um málið sem verði að svara. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bláskógabyggð Tengdar fréttir Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Áætlað er að um fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd muni dvelja í húsnæði Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tómt í nokkur ár. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar var ekki tilkynnt um fyrirætlanirnar fyrr en eftir að ákvörðun lá fyrir. „Sveitarfélagið hefur í sjálfu sér ekkert um það að segja, hefur ekkert neitunarvald í því. En við höfum verið í sambandi við Vinnumálastofnun að afla frekari upplýsinga um það hvernig þetta verður og hver verður samsetning hópsins og hvenær þetta byrjar. Og höfum átt fund með vinnumálastofnun,“ segir Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir verkefnið stórt fyrir lítið sveitarfélag. „Það búa 200 á Laugarvatni. Ef þetta úrræði verður fullnýtt, það eru þarna þrjátíu herbergi, þá eru þetta að hámarki 60 manns. Það gefur augaleið að það er mikið inngrip í lítið samfélag.“ Svipuð staða er uppi í Grindavík, þar sem Vinnumálastofnun hefur hýst hælisleitendur í Festi í óþökk bæjaryfirvalda. Hótelstarfsemi í húsnæðinu var stöðvuð síðastliðið vor vegna myglu. Svipuð staða er uppi á Laugarvatni. Vinnumálastofnun hefur verið gerð grein fyrir því hvernig ástand hússins er og fengið þær eftirlitsskýrslur sem eru til. Sveitarstjórn hefur lagt áherslu á það að verði húsið tekið til notkunar verði ástandið á því í samræmi við kröfur eftirlitsaðila,“ segir Ásta. Verið sé að vinna að endurbótum á húsnæðinu en óljóst hversu langt þær eru komnar. „Við viljum að fólk sem hingað kemur sé sett í öruggt húsnæði, sem er ekki heilsuspillandi. Við treystum því að það verði séð til þess að áður en fólk kemur inn í þetta úrræði verð húsnæðið þannig að það uppfylli allar kröfur.“ Sveitarfélögum ber að þjónusta fólk sem sótt hefur um alþjóðlega vernd hér á landi en hefur ekki fengið afgreiðslu á umsókn sinni. Ásta segir það stór biti fyrir lítið sveitarfélag að taka á móti tugum manna á einu bretti með mikla þjónustuþörf, sérstaklega ef börn eru í hópnum. „Á Laugarvatni er lítill grunnskóli, fámennur, nánast fullsetinn og mönnun í takt við það að þetta er fámennur skóli. Það er alveg ljóst að það þarf að leita sérúrræða til að sinna menntun barna sem þarna kunna að dvelja.“ Vinnumálastofnun og Fjölmenningarsetur munu fljótlega halda kynningu fyrir íbúa á Laugarvatni að sögn Ástu til að fara yfir málin. Íbúar hafi spurningar um málið sem verði að svara.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Bláskógabyggð Tengdar fréttir Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Skilji áhyggjurnar Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Fimmtíu umsækjendur um alþjóðlega vernd flytja á Laugarvatn Umsækjendum um alþjóðlega vernd, sem koma hingað til lands munu meðal annars fá inni á heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni, sem hefur staðið tóm í nokkur ár. Um fimmtíu manns munu því flytja á Laugarvatn á næstunni, barnlaus pör og litlar fjölskyldur. 7. janúar 2023 13:03