Ekki enn reynst unnt að ræða við þann sem var sparkað niður 23 steintröppur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2023 11:16 Moe's Bar í Jafnaseli í Breiðholti. Tröppurnar sjást glögglega á hægri hlið hússins. Moe's Bar Ekki hefur reynst unnt að taka skýrslu af karlmanni sem slasaðist alvarlega þegar honum var sparkað niður 23 steintröppur við veitinga- og skemmtistað í október. Rannsókn héraðssaksóknara miðar vel og verður tekin ákvörðun um saksókn í næstu viku. Árásin átti sér stað aðfaranótt 29. október og var meintur árásarmaður handtekinn seinni partinn þann dag. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél er lykilgagn í málinu. Þar sést karlmaður sparka aftan í annan karlmann sem fellur niður tröppurnar. RÚV greindi frá því í gær að mennirnir tveir væru báðir íslenskir og að umræddur veitingastaður væri Moe's bar í Jafnaseli. Málið barst lögreglu umrædda nótt með tilkynningu þess efnis að karlmaður hefði dottið niður stiga. Kalt hafi verið í veðri og fín íshula á götu og tröppum. Þegar lögregla kom á staðinn lá hinn slasaði meðvitundarlaus fyrir neðan stigann. Hann var með áberandi skurð á höfði sem blæddi úr. Hann var með sterkan púls en andaði óreglulega. Sjúkraflutningamenn fluttu hann á slysadeild til aðhlynningar. Þeir aðilar sem voru á vettvangi voru mikið ölvaðir. Litlar upplýsingar var að fá annað en að maðurinn hefði sennilega dottið. Afar illa haldinn Sá sem féll slasaðist alvarlega á höfði. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði um miðjan nóvember að hann lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi og óvíst um batahorfur. Í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann var þá kominn úr öndunarvél en þurfi fulla umönnun, gæti ekki borðað eða kyngt og væri með næringarslöngu niður í maga. Hann væri með lömunareinkenni hægra megin en gæti hreyft útlimina. Hann gæti þó ekki talað eða tjáð sig. Landsréttur féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir meintum árásarmanni í gær til 20. janúar. Í greinargerð héraðssaksóknara kemur fram að þann 21. desember hafi héraðssaksóknari óskað eftir því við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að reynt yrði að taka skýrslu af brotaþola. Svo virtist sem hann væri byrjaður að tjá sig. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi í dag að ekki sé enn hægt að ræða við hinn slasaða. Vitni báru kennsl á manninn Þá var því beint til lögreglu að afla frekari læknisfræðilegra gagna um hagi hins grunaða, teikna upp og mynda anddyrið á Moe's þar sem atvikið átti sér stað og hafa uppi á tilteknu vitni sem virðist samkvæmt myndbandsupptöku sjá vel umræddan atburð. Lögregla telur hafið yfir hafa að sá sem sætir gæsluvarðhaldi sé sá sem sparkaði manninum niður stigann. Viðkomandi hafi verið staddur á Moe's umrætt kvöld og þegar myndbönd úr öryggismyndavélum inni á staðnum og fyrir utan séu borin saman sé greinilegt að um sama aðila sé að ræða. Við bætist framburður vitna sem þekkja til hins grunaða og voru á staðnum umrætt kvöld. Hinn grunaði ber sjálfur við minnisleysi en sagðist þó í fyrstu skýrslutöku þekkja sjálfan sig á myndbandinu. Hann sagði svo síðar ekki þekkja sig. Hinn grunaði sætir gæsluvarðhaldi að óbreyttu til 20. janúar. Karl Ingi segir að ákvörðun um saksókn verði tekin í næstu viku. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF101KBSækja skjal Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Árásin átti sér stað aðfaranótt 29. október og var meintur árásarmaður handtekinn seinni partinn þann dag. Myndbandsupptaka úr öryggismyndavél er lykilgagn í málinu. Þar sést karlmaður sparka aftan í annan karlmann sem fellur niður tröppurnar. RÚV greindi frá því í gær að mennirnir tveir væru báðir íslenskir og að umræddur veitingastaður væri Moe's bar í Jafnaseli. Málið barst lögreglu umrædda nótt með tilkynningu þess efnis að karlmaður hefði dottið niður stiga. Kalt hafi verið í veðri og fín íshula á götu og tröppum. Þegar lögregla kom á staðinn lá hinn slasaði meðvitundarlaus fyrir neðan stigann. Hann var með áberandi skurð á höfði sem blæddi úr. Hann var með sterkan púls en andaði óreglulega. Sjúkraflutningamenn fluttu hann á slysadeild til aðhlynningar. Þeir aðilar sem voru á vettvangi voru mikið ölvaðir. Litlar upplýsingar var að fá annað en að maðurinn hefði sennilega dottið. Afar illa haldinn Sá sem féll slasaðist alvarlega á höfði. Fram kom í gæsluvarðhaldsúrskurði um miðjan nóvember að hann lægi þungt haldinn á sjúkrahúsi og óvíst um batahorfur. Í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann var þá kominn úr öndunarvél en þurfi fulla umönnun, gæti ekki borðað eða kyngt og væri með næringarslöngu niður í maga. Hann væri með lömunareinkenni hægra megin en gæti hreyft útlimina. Hann gæti þó ekki talað eða tjáð sig. Landsréttur féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir meintum árásarmanni í gær til 20. janúar. Í greinargerð héraðssaksóknara kemur fram að þann 21. desember hafi héraðssaksóknari óskað eftir því við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu að reynt yrði að taka skýrslu af brotaþola. Svo virtist sem hann væri byrjaður að tjá sig. Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í samtali við Vísi í dag að ekki sé enn hægt að ræða við hinn slasaða. Vitni báru kennsl á manninn Þá var því beint til lögreglu að afla frekari læknisfræðilegra gagna um hagi hins grunaða, teikna upp og mynda anddyrið á Moe's þar sem atvikið átti sér stað og hafa uppi á tilteknu vitni sem virðist samkvæmt myndbandsupptöku sjá vel umræddan atburð. Lögregla telur hafið yfir hafa að sá sem sætir gæsluvarðhaldi sé sá sem sparkaði manninum niður stigann. Viðkomandi hafi verið staddur á Moe's umrætt kvöld og þegar myndbönd úr öryggismyndavélum inni á staðnum og fyrir utan séu borin saman sé greinilegt að um sama aðila sé að ræða. Við bætist framburður vitna sem þekkja til hins grunaða og voru á staðnum umrætt kvöld. Hinn grunaði ber sjálfur við minnisleysi en sagðist þó í fyrstu skýrslutöku þekkja sjálfan sig á myndbandinu. Hann sagði svo síðar ekki þekkja sig. Hinn grunaði sætir gæsluvarðhaldi að óbreyttu til 20. janúar. Karl Ingi segir að ákvörðun um saksókn verði tekin í næstu viku. Tengd skjöl ÚrskurðurPDF101KBSækja skjal
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. 17. nóvember 2022 07:52