Sparkað niður 23 steintröppur við veitingastað í Reykjavík Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2022 07:52 Landsréttur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald til 8. desember næstkomandi. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur úrskurðað mann í gæsluvarðhald til 8. desember vegna gruns um að hafa sparkað öðrum manni niður 23 steintröppur utandyra við inngang veitingastaðar í Reykjavík þann 29. október síðastliðinn. Maðurinn er þannig grunaður um tilraun til manndráps eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás, en Landsréttur felldi niður úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu um að maðurinn sætti áframhaldandi gæslugarðhaldi vegna málsins. Á myndbandsupptökum sést hvar sparkað er í mann í anddyri veitingahússins og leikur grunur um að maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi, hafi verið þar að verki. Í úrskurðinum kemur fram að hinn grunaði beri við „fullkomnu minnisleysi“. Í úrskurðinum segir að á upptökunum megi sjá manninn taka tilhlaup og sparka af miklu afli í bak brotaþolans sem hafi verið á leið út af staðnum. Sá hafi snúið baki í þann sem sparkaði og því verið í engri aðstöðu til að verja sig. „Af myndskeiðinu verður ekki annað ráðið en að skýr ásetningur standi til verksins. Í ljósi aðstæðna var verknaðurinn stórhættulegur og læknisfræðileg gögn benda samkvæmt framansögðu til alvarlegs líkamstjóns brotaþola.“ Enn þungt haldinn Brotaþolinn slasaðist alvarlega á höfði og liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Segir að óvíst sé um batahorfur, en í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann sé kominn úr öndunarfél en þurfi fulla umönnun, geti ekki borðað eða kyngt og sé með næringarslöngu niður í maga. Þá segir að hann sé með lömunareinkenni hægra megin en hreyft útlimina. Hann geti þó ekki talað eins og er eða tjáð sig. Í úrskurði Landsréttar segir að í dómaframkvæmd hafi verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega séu grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Brotið sem maðurinn er grunaður um geti varðað allt að tíu ára fangelsi. „Að því virtu og með vísan til alvarleika þess brots sem sterkur grunur er um að varnaraðili hafi framið er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna,“ segir í úrskurðinum. Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
Maðurinn er þannig grunaður um tilraun til manndráps eða eftir atvikum stórfellda líkamsárás, en Landsréttur felldi niður úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem hafði áður hafnað kröfu um að maðurinn sætti áframhaldandi gæslugarðhaldi vegna málsins. Á myndbandsupptökum sést hvar sparkað er í mann í anddyri veitingahússins og leikur grunur um að maðurinn, sem er í gæsluvarðhaldi, hafi verið þar að verki. Í úrskurðinum kemur fram að hinn grunaði beri við „fullkomnu minnisleysi“. Í úrskurðinum segir að á upptökunum megi sjá manninn taka tilhlaup og sparka af miklu afli í bak brotaþolans sem hafi verið á leið út af staðnum. Sá hafi snúið baki í þann sem sparkaði og því verið í engri aðstöðu til að verja sig. „Af myndskeiðinu verður ekki annað ráðið en að skýr ásetningur standi til verksins. Í ljósi aðstæðna var verknaðurinn stórhættulegur og læknisfræðileg gögn benda samkvæmt framansögðu til alvarlegs líkamstjóns brotaþola.“ Enn þungt haldinn Brotaþolinn slasaðist alvarlega á höfði og liggur enn þungt haldinn á sjúkrahúsi. Segir að óvíst sé um batahorfur, en í ljós hafi komið blæðing utan á heila, bólga á heila og höfuðkúpubrot. Hann sé kominn úr öndunarfél en þurfi fulla umönnun, geti ekki borðað eða kyngt og sé með næringarslöngu niður í maga. Þá segir að hann sé með lömunareinkenni hægra megin en hreyft útlimina. Hann geti þó ekki talað eins og er eða tjáð sig. Í úrskurði Landsréttar segir að í dómaframkvæmd hafi verið lagt til grundvallar að ríkir almannahagsmunir standi til þess að menn sem sterklega séu grunaðir um alvarleg ofbeldisbrot gangi ekki lausir. Brotið sem maðurinn er grunaður um geti varðað allt að tíu ára fangelsi. „Að því virtu og með vísan til alvarleika þess brots sem sterkur grunur er um að varnaraðili hafi framið er fallist á að gæsluvarðhald sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna,“ segir í úrskurðinum.
Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent