Innlent

Einn í haldi lögreglu vegna stunguárásar í Mosfellsbæ

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá vettvangi stunguárásarinnar í Þverholti í Mosfelslbæ eftir að viðbragðsaðilar mættu þangað.
Frá vettvangi stunguárásarinnar í Þverholti í Mosfelslbæ eftir að viðbragðsaðilar mættu þangað. aðsend

Einn er í haldi lögreglu vegna stunguárásar sem framin var í heimahúsi í Þverholti í Mosfellsbæ á tíunda tímanum í gærkvöldi. Hann var handtekinn á vettvangi að sögn Ásgeirs Þórs Ásgeirssonar, aðstoðarlögreglustjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Ásgeir segir í samtali við fréttastofu að einn hafi hlotið stungusár í átökunum og hafi hann verið fluttur á sjúkrahús með sjúkrabifreið í gærkvöldi. Lögreglubifreiðar hafi greitt leið sjúkrabílsins á bráðadeild. 

Maðurinn sem var handtekinn á vettvangi er enn í haldi lögreglu og er rannsókn í fullum gangi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×