Fleiri fá heilablóðfall og hjartaáfall í menguninni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. janúar 2023 12:00 Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku segir mikla mengun í borginni mjög alvarlegt vandamál. Vísir Fleiri frá heilablóðfall og hjartaáfall í mikilli loftmengun líkt og verið hefur í borginni að sögn yfirlæknis á bráðamóttöku. Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. Áætlað er að um sextíu manns látist á hverju ári á Íslandi vegna mengunar. Loftmengun í borginni hefur sprengt alla skala í froststillunni á fyrstu dögum janúarmánaðar. Síðdegis í gær fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. Nokkuð ljóst má telja að mörkin verði þverbrotin þar sem einungis sex dagar eru liðnir af árinu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir ástandið valda miklu heilsutjóni. „Það er ekki augljóst eins og beinbrot eða þess háttar heilsutjón, en við sjáum aukna tíðni í heilablóðföllum og hjartaáföllum, sem kemur skýrt fram í faraldsfræðilegum rannsóknum,“ segir Hjalti. Staðan sé mjög alvarleg. „Það hefur verið áætlað út frá mengunartölum að það séu um sextíu manns sem látast af völdum loftmengunar á Íslandi á hverju ári.“ Þar að auki séu áhrif þess að fylla mannslíkamann af skaðlegum sótefnum óþekkt að einhverju leyti, en mengunin geti valdið illkynja sjúkdómum. Takmarka eigi umferð Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. „Á svona dögum höfum við séð vinsamleg tilmæli, þar sem fólk er kannski spurt hvort það vilji skilja bílinn eftir heima. En ég vill gjarnan sjá róttækari aðgerðir sem vernda rétt fólks til að anda að sér hreinu lofti. Það mætti fara í aðgerðir eins og að hafa ókeypis í almenningssamgöngur eða takmarka umferð á ákveðnum hluta bílaflotans eins og er gert víða erlendis,“ segir Hjalti. „Það á að vera skýlaus réttur okkar allra að anda að okkur hreinu lofti og hann á að vera sterkari en allt annað. Hann á að vera sterkari en réttur fólks til að keyra.“ Umhverfismál Heilbrigðismál Loftgæði Umferð Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Loftmengun í borginni hefur sprengt alla skala í froststillunni á fyrstu dögum janúarmánaðar. Síðdegis í gær fór styrkur köfnunardíoxíðs, sem stafar frá útblæstri bíla, í átjánda sinn á þessu ári yfir klukkustundarheilsuverndarmörk. Samkvæmt reglugerð umhverfisráðuneytisins má slíkt aðeins gerast átján sinnum á heilu ári. Nokkuð ljóst má telja að mörkin verði þverbrotin þar sem einungis sex dagar eru liðnir af árinu. Hjalti Már Björnsson yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir ástandið valda miklu heilsutjóni. „Það er ekki augljóst eins og beinbrot eða þess háttar heilsutjón, en við sjáum aukna tíðni í heilablóðföllum og hjartaáföllum, sem kemur skýrt fram í faraldsfræðilegum rannsóknum,“ segir Hjalti. Staðan sé mjög alvarleg. „Það hefur verið áætlað út frá mengunartölum að það séu um sextíu manns sem látast af völdum loftmengunar á Íslandi á hverju ári.“ Þar að auki séu áhrif þess að fylla mannslíkamann af skaðlegum sótefnum óþekkt að einhverju leyti, en mengunin geti valdið illkynja sjúkdómum. Takmarka eigi umferð Hann segir stjórnvöld þurfa að grípa inn í. „Á svona dögum höfum við séð vinsamleg tilmæli, þar sem fólk er kannski spurt hvort það vilji skilja bílinn eftir heima. En ég vill gjarnan sjá róttækari aðgerðir sem vernda rétt fólks til að anda að sér hreinu lofti. Það mætti fara í aðgerðir eins og að hafa ókeypis í almenningssamgöngur eða takmarka umferð á ákveðnum hluta bílaflotans eins og er gert víða erlendis,“ segir Hjalti. „Það á að vera skýlaus réttur okkar allra að anda að okkur hreinu lofti og hann á að vera sterkari en allt annað. Hann á að vera sterkari en réttur fólks til að keyra.“
Umhverfismál Heilbrigðismál Loftgæði Umferð Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira