Faðir myrti fjölskyldu sína eftir að konan sótti um skilnað Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2023 08:58 Mæðgur leggja blóm og tuskudýr við heimili fjölskyldunnar þar sem morðin voru framin. Fjölskyldan var virk í starfi mormónakirkjunnar og þekkt í bæjarlífinu. AP/Laura Seitz/The Deseret News Karlmaður á fimmtugsaldri skaut fimm börn sín, eiginkonu sína, tengdamóður og loks sjálfan sig í Utah í Bandaríkjunum tveimur vikum eftir að konan sótti um skilnað. Börnin voru á aldrinum fjögurra til sautján ára gömul. Lögreglumenn fundu átta lík á heimili fjölskyldunnar eftir að tilkynning barst um að ekki hefði sést til hennar í nokkurn tíma í bænum Enoch í Utah á miðvikudag. Geoffrey Chesnut, borgarstjórinn í Enoch, sagði á fréttamannafundi í gær að lögregla vissi af því að eiginkona mannsins hefði sótt um skilnað en ekki lægi fyrir hvort að það væri tilefni morðanna. Lögregla upplýsti á sama fundi að hún hefði rannsakað hagi fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum án þess að skýra nánar hvers vegna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögregla telur að eiginmaðurinn, sem var 42 ára gamall, hafi skotið eiginkonu sína, sem var fertug, tengdamóður og börnin fimm, þrjár stúlkur og tvo drengi. Hjónin áttu meðal annars sjö ára gamla tvíbura. Tengdamóðir mannsins, sem var 78 ára gömul, bjó tímabundið á heimilinu til að aðstoða á erfiðum tíma, að sögn AP. Hafi ekki óttast eiginmanninn Eiginkonan sótti um skilnað 21. desember og manni hennar voru kynnt gögn um það 27. desember. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum konan sóttist eftir skilnaði. Lögmaður konunnar segir að hún hafi ekki lýst ótta við að eiginmaður hennar kynni að valda henni líkamstjóni. Lögmaðurinn hefði þó aðeins hitt hana tvisvar. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill sendu frá sér yfirlýsingu vegna morðanna þar sem þau sögðust syrgja með samfélaginu í Enoch. Hvöttu hjónin til þess að til aðgerða væri gripið til þess að fækka byssuglæpum sem eru nú algengasta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Fjöldamorð innan fjölskylda af þessu tagi hafa orðið æ algengari vestanhafs á undanförnum árum. Í fyrra voru sautján slík morð framin þegar miðað er við fjögur fórnarlömb eða fleiri. Í tíu tilfellum svipti morðinginn sig lífi. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5. janúar 2023 10:25 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Lögreglumenn fundu átta lík á heimili fjölskyldunnar eftir að tilkynning barst um að ekki hefði sést til hennar í nokkurn tíma í bænum Enoch í Utah á miðvikudag. Geoffrey Chesnut, borgarstjórinn í Enoch, sagði á fréttamannafundi í gær að lögregla vissi af því að eiginkona mannsins hefði sótt um skilnað en ekki lægi fyrir hvort að það væri tilefni morðanna. Lögregla upplýsti á sama fundi að hún hefði rannsakað hagi fjölskyldunnar fyrir nokkrum árum án þess að skýra nánar hvers vegna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögregla telur að eiginmaðurinn, sem var 42 ára gamall, hafi skotið eiginkonu sína, sem var fertug, tengdamóður og börnin fimm, þrjár stúlkur og tvo drengi. Hjónin áttu meðal annars sjö ára gamla tvíbura. Tengdamóðir mannsins, sem var 78 ára gömul, bjó tímabundið á heimilinu til að aðstoða á erfiðum tíma, að sögn AP. Hafi ekki óttast eiginmanninn Eiginkonan sótti um skilnað 21. desember og manni hennar voru kynnt gögn um það 27. desember. Ekki liggur fyrir á hvaða forsendum konan sóttist eftir skilnaði. Lögmaður konunnar segir að hún hafi ekki lýst ótta við að eiginmaður hennar kynni að valda henni líkamstjóni. Lögmaðurinn hefði þó aðeins hitt hana tvisvar. Joe Biden Bandaríkjaforseti og eiginkona hans Jill sendu frá sér yfirlýsingu vegna morðanna þar sem þau sögðust syrgja með samfélaginu í Enoch. Hvöttu hjónin til þess að til aðgerða væri gripið til þess að fækka byssuglæpum sem eru nú algengasta dánarorsök barna í Bandaríkjunum. Fjöldamorð innan fjölskylda af þessu tagi hafa orðið æ algengari vestanhafs á undanförnum árum. Í fyrra voru sautján slík morð framin þegar miðað er við fjögur fórnarlömb eða fleiri. Í tíu tilfellum svipti morðinginn sig lífi.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5. janúar 2023 10:25 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Sjá meira
Átta manna fjölskylda fannst skotin til bana á heimili sínu Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma. 5. janúar 2023 10:25