Erlent

Átta manna fjöl­skylda fannst skotin til bana á heimili sínu

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglumaður við útidyr hússins þar sem átta manna fjölskylda fannst skotin til bana í Enoch í Utah í gær.
Lögreglumaður við útidyr hússins þar sem átta manna fjölskylda fannst skotin til bana í Enoch í Utah í gær. AP/Ben B. Braun/The Deseret News

Fimm börn eru á meðal átta manns sem fundust skotnir til bana í heimahúsi í smábæ í Utah í Bandaríkjunum í gær. Lögreglumenn fundu líkin þegar þeir fylgdu eftir ábendingu um að ekki hefði spurst til fjölskyldunnar í einhvern tíma.

Yfirvöld í bænum Enoch í sunnanverðu Utah veittu ekki frekari upplýsingar um hvað hefði gerst eða tilefni drápanna, að sögn AP-fréttastofunnar. Lögregla telji þó ekki að ógn steðjaði að almenningi í bænum sem telur um 8.000 íbúa.

Rob Dotson, borgarstjóri í Enoch, segir samfélagið það slegið yfir tíðindunum. Fjölskyldan hafi verið vel þekkt í bænum.

„Við vitum ekki hvers vegna þetta gerðist og við ætlum ekki að geta okkur til um það,“ sagði Dotson á blaðamannafundi í gær.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×