Varaskeifan segir frá: Manndráp í Afganistan, kókaín og fjölskylduerjur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 5. janúar 2023 23:08 Mikill spenningur hefur myndast í keingum bókaútgáfuna. Getty/Mike Kemp Eintök af nýrri sjálfsævisögu Harry Bretaprins sem nefnist „Spare“ eða „Varaskeifan“ hafa valdið miklum usla hjá þeim meðlimum bresku pressunnar sem hafa fengið að lesa bókina á undan almenningi. Í bókinni talar Harry um það þegar hann tapaði sveindómnum, notaði kókaín og drap 25 í Afganistan. Bókin verður sett í sölu þann 10. janúar næstkomandi en eintök bókarinnar fóru fyrir mistök í sölu á Spáni í dag, fimm dögum áður en sala bókarinnar á að hefjast. Sky News greinir frá þessu. Harry virðist í bókinni meðal annars fylla í eyður sem hafa verið til staðar síðan hann og kona hans Meghan Markle sögðu sig frá konunglegum skyldum og úr konungsfjölskyldunni. Einnig færir hann lesendum innsýn inn í mótunarár sín og segir frá því þegar hann svaf hjá í fyrsta skipti og þegar hann prófaði kókaín sautján ára gamall. Þá greinir prinsinn frá því að hann hafi drepið 25 einstaklinga þegar hann var staðsettur með breska hernum í Afganistan en Harry var í hernum í áratug. „Ég gat alltaf séð hversu marga óvini ég hafði drepið og það virtist nauðsynlegt fyrir mig að hræðast fjöldann ekki. Á meðal þess mikilvægasta sem ég lærði í hernum var það að bera ábyrgð á eigin gjörðum,“ skrifar Harry. Komst að andlátinu í gegnum BBC Einnig greinir hann frá því að hann og bróðir hans Vilhjálmur, hafi beðið Karl föður sinn, þá Bretaprins að giftast ekki Kamillu. Kamilla er núverandi eiginkona konungs. Bræðurnir hafi tilkynnt föður sínum að þeir myndu bjóða hana velkomna í fjölskylduna en þeim þætti ekki nauðsynlegt að hann myndi gifta sig í annað sinn. Í bókinni er Harry einnig sagður reifa slagsmál á milli sín og bróður síns vegna þess hvernig Vilhjálmur talaði um Markle. Þá kemur einnig fram að Harry hafi komist að andláti ömmu sinnar í gegnum fréttaflutning breska ríkisútvarpsins og að faðir hans hafi beðið hann um að koma ekki með Meghan til Balmoral þar sem fjölskyldan hittist við dánarbeð drottningar. Í tilkynningu frá þáttastjórnandanum Stephen Colbert kemur fram að Harry muni mæta í viðtal til hans á miðvikudagsmorgun í næstu viku, daginn eftir útgáfu bókarinnar og ræða innihald hennar. Þátturinn hefst á CBS klukkan 04:35 á íslenskum tíma. #BREAKING: Prince Harry, The Duke of Sussex, will join @StephenAtHome for an exclusive late night interview on #Colbert to discuss his new memoir, #Spare.Watch only on @CBS & @paramountplus on Tuesday, January 10th at 11:35/10:35c.https://t.co/zXXq8fwR1c pic.twitter.com/TmxJSBvkPD— The Late Show (@colbertlateshow) January 5, 2023 Bókmenntir Kóngafólk Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Hernaður Afganistan Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira
Bókin verður sett í sölu þann 10. janúar næstkomandi en eintök bókarinnar fóru fyrir mistök í sölu á Spáni í dag, fimm dögum áður en sala bókarinnar á að hefjast. Sky News greinir frá þessu. Harry virðist í bókinni meðal annars fylla í eyður sem hafa verið til staðar síðan hann og kona hans Meghan Markle sögðu sig frá konunglegum skyldum og úr konungsfjölskyldunni. Einnig færir hann lesendum innsýn inn í mótunarár sín og segir frá því þegar hann svaf hjá í fyrsta skipti og þegar hann prófaði kókaín sautján ára gamall. Þá greinir prinsinn frá því að hann hafi drepið 25 einstaklinga þegar hann var staðsettur með breska hernum í Afganistan en Harry var í hernum í áratug. „Ég gat alltaf séð hversu marga óvini ég hafði drepið og það virtist nauðsynlegt fyrir mig að hræðast fjöldann ekki. Á meðal þess mikilvægasta sem ég lærði í hernum var það að bera ábyrgð á eigin gjörðum,“ skrifar Harry. Komst að andlátinu í gegnum BBC Einnig greinir hann frá því að hann og bróðir hans Vilhjálmur, hafi beðið Karl föður sinn, þá Bretaprins að giftast ekki Kamillu. Kamilla er núverandi eiginkona konungs. Bræðurnir hafi tilkynnt föður sínum að þeir myndu bjóða hana velkomna í fjölskylduna en þeim þætti ekki nauðsynlegt að hann myndi gifta sig í annað sinn. Í bókinni er Harry einnig sagður reifa slagsmál á milli sín og bróður síns vegna þess hvernig Vilhjálmur talaði um Markle. Þá kemur einnig fram að Harry hafi komist að andláti ömmu sinnar í gegnum fréttaflutning breska ríkisútvarpsins og að faðir hans hafi beðið hann um að koma ekki með Meghan til Balmoral þar sem fjölskyldan hittist við dánarbeð drottningar. Í tilkynningu frá þáttastjórnandanum Stephen Colbert kemur fram að Harry muni mæta í viðtal til hans á miðvikudagsmorgun í næstu viku, daginn eftir útgáfu bókarinnar og ræða innihald hennar. Þátturinn hefst á CBS klukkan 04:35 á íslenskum tíma. #BREAKING: Prince Harry, The Duke of Sussex, will join @StephenAtHome for an exclusive late night interview on #Colbert to discuss his new memoir, #Spare.Watch only on @CBS & @paramountplus on Tuesday, January 10th at 11:35/10:35c.https://t.co/zXXq8fwR1c pic.twitter.com/TmxJSBvkPD— The Late Show (@colbertlateshow) January 5, 2023
Bókmenntir Kóngafólk Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Hernaður Afganistan Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Sjá meira