Fyrsta bóluefnið fyrir býflugur fær leyfi í Bandaríkjunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2023 09:25 Bandarískur matvælaiðnaður er afar háður býflugunni. Getty/Anadolu Agency/David Talukdar Landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna hefur gefið út leyfi vegna bóluefnis líftæknifyrirtækisins Dalan Animal Health, sem er það fyrsta í heiminum sem er ætlað býflugum. Annette Kleiser, framkvæmdastjóri Dalan, segir um að ræða vatnaskil þegar kemur að verndun býflugunnar, sem er gríðarlega nauðsynleg í matvælaframleiðslu. Markmiðið með bóluefninu er að koma í veg fyrir útbreiðslu býflugnapestar (e. foulbrood), sem leggst á og drepur heilu búin. Engin lækning er til við sjúkdómnum, sem hefur fundist í einu af fjórum búum sums staðar í Bandaríkjunum. Þegar sjúkdómurinn kemur upp þarf að eyða og brenna sýktum búum og nota sýklalyf til að hemja útbreiðslu hans. Bóluefnið verður sett í fæðuna sem vinnuflugurnar gefa drottningunni. Þannig mun það berast í eggjastokka drottningarinnar og í allar þær lirfur sem hún eignast. Rannsóknir benda til að þetta muni draga úr dauðsföllum af völdum pestarinnar. Samkvæmt forsvarsmönnum Dalan standa vonir til að rannsóknirnar að baki bóluefninu muni nýtast til að þróa önnur bóluefni, til að mynda gegn annarri tegund býflugnapestar sem er útbreidd í Evrópu. Miklar áhyggjur eru uppi vegna slæmrar afkomu býflugunnar í Bandaríkjunum, þar sem henni stafar meðal annars ógn af notkun eiturefna og loftslagsbreytingum. Heilbrigð bú eru afar verðmæt og býflugnaþjófnaður vandamál. Bandaríkin Matvælaframleiðsla Lyf Dýr Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira
Annette Kleiser, framkvæmdastjóri Dalan, segir um að ræða vatnaskil þegar kemur að verndun býflugunnar, sem er gríðarlega nauðsynleg í matvælaframleiðslu. Markmiðið með bóluefninu er að koma í veg fyrir útbreiðslu býflugnapestar (e. foulbrood), sem leggst á og drepur heilu búin. Engin lækning er til við sjúkdómnum, sem hefur fundist í einu af fjórum búum sums staðar í Bandaríkjunum. Þegar sjúkdómurinn kemur upp þarf að eyða og brenna sýktum búum og nota sýklalyf til að hemja útbreiðslu hans. Bóluefnið verður sett í fæðuna sem vinnuflugurnar gefa drottningunni. Þannig mun það berast í eggjastokka drottningarinnar og í allar þær lirfur sem hún eignast. Rannsóknir benda til að þetta muni draga úr dauðsföllum af völdum pestarinnar. Samkvæmt forsvarsmönnum Dalan standa vonir til að rannsóknirnar að baki bóluefninu muni nýtast til að þróa önnur bóluefni, til að mynda gegn annarri tegund býflugnapestar sem er útbreidd í Evrópu. Miklar áhyggjur eru uppi vegna slæmrar afkomu býflugunnar í Bandaríkjunum, þar sem henni stafar meðal annars ógn af notkun eiturefna og loftslagsbreytingum. Heilbrigð bú eru afar verðmæt og býflugnaþjófnaður vandamál.
Bandaríkin Matvælaframleiðsla Lyf Dýr Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Sjá meira