Kaldasti desember á landinu í hálfa öld Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2023 13:38 Fólk á gönguskíðum á Hvaleyrarvatni í desember. Þó að snjóþyngsli hafi sett mark sitt á mánuðinn var úrkoma í Reykjavík aðeins um þriðjungur af hefðbundinni desemberúrkomu. Óvenjuseint byrjaði líka að snjóa. Vísir/Vilhelm Desembermánuður var sá kaldasti á landsvísu frá árinu 1973. Í Reykjavík hafði meðalhitinn ekki mælst jafn lágur í heila öld. Þrátt fyrir samgöngutruflanir vegna snævar og hvassviðri í seinni hluta mánaðarins var úrkoma víða sú minnsta sem mælst hefur í áratugi. Meðalhiti í byggðum landsins var -4,0 gráður í desember, sá lægsti í 49 ár. Mánuðurinn var áttundi kaldasti desembermánuður á landsvísu frá upphafi mælinga samkvæmt uppgjöri Veðurstofunnar á tíðarfari í desember. Í Reykjavík var meðalhitinn -3,9 gráður, heilum 4,7 gráðum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 4,9 gráðum undir meðaltali síðustu tíu ára. Síðast var álíka kalt í borginni árið 1916. Þetta var fjórði kaldasti desembermánuður í borginni. Þrír köldustu desembermánuðirnir voru allir á síðari hluta 19. aldar en þeir voru mun kaldari en nýliðinn desember. Á Akureyri var einnig kalt, -5,3 gráður. Meðalhitinn var 4,6 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára í desembermánuði sem var sá sjöundi kaldasti í höfuðstað Norðurlands frá upphafi mælinga. Líkt í Reykjavík var mánuðurinn kaldasti desembermánuður frá árinu 1973. Mánuðurinn var kaldasti desembermánuður frá upphafi mælinga á Hveradölum þar sem meðalhitinn var -10,5 gráður. Mesta hitafrávikið á landinu miðað við síðustu tíu árin var í Húsafelli þar sem meðalhitinn var 6,6 gráðum lægri en meðaltal tímabilsins. Minnsta frávikið var í Bolungarvík þar sem það var tvær og hálf gráða. Hæsti meðalhitinn í desember var í Surtsey, 0,7 stig en sá lægsti -10,9 stig í Sandbúðum. Kaldast í byggð var í Möðrudal þar sem hann var -9,4 gráður. Hæsti hiti sem mældist var 14,4 gráður á Seyðisfirði fyrsta dag mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -27,4 gráður við Kolku 30. desember. Þurr desembermánuður Víða var desemberúrkoma sú minnsta í áratugi. Þrátt fyrir að snjór hafi sett samgöngur úr skorðum í Reykjavík eftir miðjan mánuðinn var úrkoman í mánuðinum aðeins rúmur þriðjungur af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoma hefur ekki verið svo lítil í Reykjavík í desember frá árinu 1985. Snjórinn var ekki óvenjumikill þegar hann féll en hann var þurr og léttur og skóf auðveldlega í húsagötur og skafla. Snjór féll óvenjuseint bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrsti alhvíti dagurinn á Akureyri var 11. desember en 17. desember í Reykjavík. Það var aðeins í áttunda sinn undanfarin hundrað ár sem ekki verður alhvítt í Reykjavík fyrr en í desember. Það gerðist síðast lokaár 20. aldar árið 2000. Þá varð fyrst alhvítt 16. desember. Alhvítir dagar í Reykjavík voru fimmtán, þremur dögum fleiri en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Á Akureyri voru þeir 21, einnig þremur fleiri en meðaltalið. Sólríkasti desember í Reykjavík frá upphafi Þá var óvenju sólríkt í Reykjavík í desember. Sólskinsstundir mældust 51, meira en 38 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurinn var þannig sólríkasti desembermánuður í borginni frá upphafi mælinga. Á Akureyri var töluvert þungbúnara. Þar voru sólskinsstundirnar 0,9, rétt yfir meðallagi sama tímabils. Norðlægar og norðaustlægar áttir voru ríkjandi allan desember, hvassast dagana 19. til 21. desember þegar norðaustanhvassviðri gekk yfir landið. á Landsvísu var vindur hálfum metra á sekúndu undir meðallagi. Loftþrýstingur var með hæsta móti. Aðeins einu sinni hefur þrýstingurinn mælst jafnhár í Reykjavík í desember, árið 2010. Hann mældist 1016,4 hektópasköl (hPa) að meðaltali í desember, 17,2 hPa yfir meðallagi síðustu þrjátíu ára. Veður Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Meðalhiti í byggðum landsins var -4,0 gráður í desember, sá lægsti í 49 ár. Mánuðurinn var áttundi kaldasti desembermánuður á landsvísu frá upphafi mælinga samkvæmt uppgjöri Veðurstofunnar á tíðarfari í desember. Í Reykjavík var meðalhitinn -3,9 gráður, heilum 4,7 gráðum undir meðallagi áranna 1991 til 2020 og 4,9 gráðum undir meðaltali síðustu tíu ára. Síðast var álíka kalt í borginni árið 1916. Þetta var fjórði kaldasti desembermánuður í borginni. Þrír köldustu desembermánuðirnir voru allir á síðari hluta 19. aldar en þeir voru mun kaldari en nýliðinn desember. Á Akureyri var einnig kalt, -5,3 gráður. Meðalhitinn var 4,6 gráðum undir meðallagi síðustu tíu ára í desembermánuði sem var sá sjöundi kaldasti í höfuðstað Norðurlands frá upphafi mælinga. Líkt í Reykjavík var mánuðurinn kaldasti desembermánuður frá árinu 1973. Mánuðurinn var kaldasti desembermánuður frá upphafi mælinga á Hveradölum þar sem meðalhitinn var -10,5 gráður. Mesta hitafrávikið á landinu miðað við síðustu tíu árin var í Húsafelli þar sem meðalhitinn var 6,6 gráðum lægri en meðaltal tímabilsins. Minnsta frávikið var í Bolungarvík þar sem það var tvær og hálf gráða. Hæsti meðalhitinn í desember var í Surtsey, 0,7 stig en sá lægsti -10,9 stig í Sandbúðum. Kaldast í byggð var í Möðrudal þar sem hann var -9,4 gráður. Hæsti hiti sem mældist var 14,4 gráður á Seyðisfirði fyrsta dag mánaðarins. Lægsti hitinn mældist -27,4 gráður við Kolku 30. desember. Þurr desembermánuður Víða var desemberúrkoma sú minnsta í áratugi. Þrátt fyrir að snjór hafi sett samgöngur úr skorðum í Reykjavík eftir miðjan mánuðinn var úrkoman í mánuðinum aðeins rúmur þriðjungur af meðalúrkomu áranna 1991 til 2020. Úrkoma hefur ekki verið svo lítil í Reykjavík í desember frá árinu 1985. Snjórinn var ekki óvenjumikill þegar hann féll en hann var þurr og léttur og skóf auðveldlega í húsagötur og skafla. Snjór féll óvenjuseint bæði í Reykjavík og á Akureyri. Fyrsti alhvíti dagurinn á Akureyri var 11. desember en 17. desember í Reykjavík. Það var aðeins í áttunda sinn undanfarin hundrað ár sem ekki verður alhvítt í Reykjavík fyrr en í desember. Það gerðist síðast lokaár 20. aldar árið 2000. Þá varð fyrst alhvítt 16. desember. Alhvítir dagar í Reykjavík voru fimmtán, þremur dögum fleiri en meðaltal síðustu þriggja áratuga. Á Akureyri voru þeir 21, einnig þremur fleiri en meðaltalið. Sólríkasti desember í Reykjavík frá upphafi Þá var óvenju sólríkt í Reykjavík í desember. Sólskinsstundir mældust 51, meira en 38 stundum yfir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurinn var þannig sólríkasti desembermánuður í borginni frá upphafi mælinga. Á Akureyri var töluvert þungbúnara. Þar voru sólskinsstundirnar 0,9, rétt yfir meðallagi sama tímabils. Norðlægar og norðaustlægar áttir voru ríkjandi allan desember, hvassast dagana 19. til 21. desember þegar norðaustanhvassviðri gekk yfir landið. á Landsvísu var vindur hálfum metra á sekúndu undir meðallagi. Loftþrýstingur var með hæsta móti. Aðeins einu sinni hefur þrýstingurinn mælst jafnhár í Reykjavík í desember, árið 2010. Hann mældist 1016,4 hektópasköl (hPa) að meðaltali í desember, 17,2 hPa yfir meðallagi síðustu þrjátíu ára.
Veður Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira