Erlent

Fjórir látnir eftir á­rekstur tveggja þyrla nærri Sea World

Atli Ísleifsson skrifar
Frá vettvangi slyssins i bænum Gold Coast í Queensland.
Frá vettvangi slyssins i bænum Gold Coast í Queensland. EPA

Fjórir eru látnir og þrír alvarlega slasaðir eftir að tvær þyrlur rákust saman nærri Sea World í ástralska bænum Gold Coast, suður af Brisbane á austurströnd Ástralínu, í nótt.

Guardian segir frá því að sjúkralið hafi þurft að sinna alls þrettán manns vegna slyssins. Fram kemur að önnur þyrlan hafi hafnað á hvolfi á ströndinni innan um brak.

Lögregla segir að flugmaður hinnar þyrlunnar hafi tekist að lenda nærri skemmtigarðinum Sea World eftir áreksturinn. Slysið varð um klukkan 14 að staðartíma, eða um klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma.

Talsmaður yfirvalda segir að gert sé ráð fyrir að rannsóknarnefnd skili bráðabirgðaniðurstöðum um slysið innan sex til átta vikna. Nefndin hefur biðlað til fólks sem varð vitni af slysinu að hafa samband við nefndina og sömuleiðis að skila inn myndbandsupptökum, séu þær til staðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×