Gefa grænt ljós á kynlífsdúkkur Árni Sæberg skrifar 26. desember 2022 14:37 Kynlífsdúkkumálið endaði á borði þings Suður-Kóreu. Þingmaðurinn Lee Yong-ju mætti með kynlífsdúkku í þingsal máli sínu til stuðnings. Lee Jong-chul/AP Suður-Kóreumenn mega nú flytja inn kynlífsdúkkur í fullri stærð eftir að tollyfirvöld ákváðu að banna þær ekki lengur á grundvelli almenns siðferðis. Tollyfirvöld í Suður-Kóreu hafa um árabil ekki leyft innflutning kynlífsdúkka með vísan til laga sem heimila bann við innflutningi vara sem ganga í berhögg við hefðir landsins eða almennt siðferði. Í frétt Deutsche Welle um málið segir að Kóreumönnum hafi verið leyft að hefja innflutning kynlífsdúkka sem sýni aðeins ákveðna hluta líkamans í júlí síðastliðnum. „Tollafgreiðsla kynlífsdúkka í fullri stærð og fullorðinsformi er nú heimil,“ segir í tilkynningu tollyfirvalda. Kynlífsdúkkur sem líta út eins og börn eru áfram bannaðar, líkt og víða annars staðar í heiminum. Í tilkynningunni segir að við mat á því hvort kynlífsdúkkur líti út eins og börn verði litið til þátta á borð við heildarútlit, þyngd, hæð og rödd. Innflytjendur hrósa sigri Ákvörðun tollyfirvalda kemur í kjölfar málaferla sem hófust með kæru innflytjenda kynlífstækja. Hæstiréttur Suður-Kóreu dæmdi fyrir fjórum árum að kynlífsdúkkur brytu ekki gegn siðferðisvitund almennings. Innflytjendur vísuðu til þess að kynlífsdúkkur væru aðeins notaðar innan heimila og kæmu almenningi því ekkert við. „Þetta er skynsamleg ákvörðun, þrátt fyrir að hún sé tekin fullseint,“ er haft eftir Lee Sang-jin, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækis sem flytur inn hjálpartæki ástarlífsins. Skattar og tollar Suður-Kórea Kynlíf Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Sjá meira
Tollyfirvöld í Suður-Kóreu hafa um árabil ekki leyft innflutning kynlífsdúkka með vísan til laga sem heimila bann við innflutningi vara sem ganga í berhögg við hefðir landsins eða almennt siðferði. Í frétt Deutsche Welle um málið segir að Kóreumönnum hafi verið leyft að hefja innflutning kynlífsdúkka sem sýni aðeins ákveðna hluta líkamans í júlí síðastliðnum. „Tollafgreiðsla kynlífsdúkka í fullri stærð og fullorðinsformi er nú heimil,“ segir í tilkynningu tollyfirvalda. Kynlífsdúkkur sem líta út eins og börn eru áfram bannaðar, líkt og víða annars staðar í heiminum. Í tilkynningunni segir að við mat á því hvort kynlífsdúkkur líti út eins og börn verði litið til þátta á borð við heildarútlit, þyngd, hæð og rödd. Innflytjendur hrósa sigri Ákvörðun tollyfirvalda kemur í kjölfar málaferla sem hófust með kæru innflytjenda kynlífstækja. Hæstiréttur Suður-Kóreu dæmdi fyrir fjórum árum að kynlífsdúkkur brytu ekki gegn siðferðisvitund almennings. Innflytjendur vísuðu til þess að kynlífsdúkkur væru aðeins notaðar innan heimila og kæmu almenningi því ekkert við. „Þetta er skynsamleg ákvörðun, þrátt fyrir að hún sé tekin fullseint,“ er haft eftir Lee Sang-jin, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækis sem flytur inn hjálpartæki ástarlífsins.
Skattar og tollar Suður-Kórea Kynlíf Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Fleiri fréttir Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Sjá meira