Erlent

Ní­tján ára skotinn til bana í Mall of America

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.
Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. AP/Kormann

Nítján ára karlmaður var skotinn til bana í einni stærstu verslunarmiðstöð heims í gær. Mikil skelfing greip um sig í verslunarmiðstöðinni sem lokað var í klukkustund. Árásarmaðurinn er ófundinn.

Myndbandsupptökur sýna að komið hafi til átaka milli tveggja hópa í verslunarmiðstöðinni, Mall of America. Einn dró upp byssu og skaut mörgum skotum að öðrum manni sem lést af sárum sínum.

Mikill fjöldi fólks var á staðnum enda jólin á næsta leiti. Fólk leitaði skjóls og verslunareigendur lokuðu snarlega búðum þegar skothljóð heyrðust í verslunarmiðstöðinni. Eins og fyrr segir var Mall of America lokað tímabundið á meðan verið var að meta aðstæður.

Lögregla rannsakar málið en enginn hefur verið handtekinn. Árásarmaðurinn er beðinn um að gefa sig fram. Guardian greindi frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×