Erlent

Lest klessti á flutninga­bíl í Tennessee

Bjarki Sigurðsson skrifar
Slysið átti sér stað í borginni Collegedale í Tennessee-ríki.
Slysið átti sér stað í borginni Collegedale í Tennessee-ríki. AP

Tveir eru slasaðir eftir að lest klessti á flutningabíl og fór út af sporinu í Tennessee-ríki í Bandaríkjunum. Myndband náðist af því þegar lestin klessti á bílinn. 

Í grein BBC segir að bíllinn hafi verið rúmlega fjörutíu metra langur. Talið er að bíllinn hafi verið stopp á lestarteinunum á meðan bílstjórinn beið eftir grænu ljósi á gatnamótum öðrum megin við teinana. 

Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá þegar lestin reynir að vara bílstjórann við því að árekstur sé yfirvofandi með því að flauta á hann. Bílstjórinn virðist reyna að forða sér en það var of seint. 

Klippa: Lest fór út af sporinu í Tennessee


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×