Erlent

Bóka­safni skellt í lás vegna am­feta­mín­reykinga

Árni Sæberg skrifar
Það er stranglega bannað að reykja amfetamín á salernum bókasafnsins í Boulder.
Það er stranglega bannað að reykja amfetamín á salernum bókasafnsins í Boulder. Boulder city library

Yfirvöld í borginni Boulder í Kolóradó í Bandaríkjunum hafa ákveðið að loka aðalbókasafni borgarinnar. Ástæðan er einföld, fólk hefur reykt of mikið amfetamín á salernum bókasafnsins.

Í frétt Washington Times um málið segir að magn amfetamíns sem mældist í loftræstistokkum bókasafnsins hafi valdið yfirvöldum áhyggjum. Ákveðið hafi svo verið að skella lás eftir að mikill fjöldi tilkynninga barst um fólk að reykja amfetamín á salernum bókasafnsins.

Rannsóknir standa nú yfir á því hvort amfetamínreykurinn hafi mengað bókasafnið og umhverfi þess, en loftræstikerfi bókasafnsins blés honum út á við. Ekkert liggur fyrir um hvenær unnt verður að opna bókasafnið á ný.

„Spurningin núna er hvort amfetamínmagnið, sem við höfum áhyggjur af, sé staðbundið í loftræstistokkunum eða það mælist líka á svæðum sem fólk hefur aðgang að,“ er haft eftir Söruh Huntley, talskonu Boulder-borgar.

Tveir starfsmenn bókasafnsins hafa undirgengist mælingar eftir að hafa fundið fyrir einkennum amfetamíneitrunar. Hvorugur þeirra reyndist með eitrun.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×