„Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2022 12:26 Þónokkrum flugferðum hefur verið aflýst á síðustu dögum. vísir/vilhelm Flugumferð um Keflavíkurflugvöll er að komast aftur í rétt horf eftir umtalsverðar raskanir síðustu daga. Forstjóri Icelandair segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jól en félagið hefur meðal annars tekið tvær breiðþotur á leigu til þess að það gangi upp. Það var aðfaranótt mánudags sem lokað var fyrir umferð um Reykjanesbraut vegna veðurs. Brautin var að mestu lokuð í rúman sólarhring. Vegna þessa komst hvorki starfsfólk flugvallarins, flugfélaganna og svo farþegar til og frá Keflavíkurflugvelli og þurfti því að aflýsa fjölda flugferða. Síðdegis í gær var tekið að fljúga á ný og hafa flugfélögin síðan þá unnið að því að koma öllum farþegunum á sinn stað. Fimm þúsund farþegar áttu bókað flug með Icelandair þegar aflýsa þurfti öllu flugi á mánudaginn. „Staðan er bara ágæt miðað við aðstæður. Við erum að fljúga fulla áætlun í dag og reyna að bæta upp fyrir það sem að datt út síðustu daga eins og við getum. Einhverjar seinkanir verða þannig við biðjum okkar farþega að fylgjast mjög vel með tilkynningum frá okkur á vefsíðunni okkar og í appinu. Við erum með þrjátíu og sex brottfarir áætlaðar frá Keflavík í dag þannig að þetta eru yfir sex þúsund farþegar þannig það er ansi mikið í gangi núna,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group.Stöð 2/Bjarni Hann segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jólin. „Það er markmiðið okkar og stefnum að því ef ekkert óvænt kemur upp. Við erum búin að leigja inn tvær breiðþotur sem við erum að nota í dag og á morgun til þess að bregðast við þessu ástandi sem var hérna síðustu tvo daga.“ Svipaða sögu er síðan að segja af flugfélaginu Play sem hefur brugðið á það ráð að sækja nýja farþegaþotu félagsins strax, en til stóð að taka hana í notkun í vor. Play verður þannig með sjö eigin þotur til reiðu á morgun auk þess sem vélar verða leigðar til þess að allir farþegar félagsins komist á sinn áfangastað fyrir jólin. Guðjón HelgasonVísir/Egill Isavia tilkynnti fyrir stundu um að búið er að opna bílastæðin við Keflavíkurflugvöll aftur en fólk er hvatt til að bóka stæði á netinu. Mikið líf er á Keflavíkurflugvelli núna. „Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum. Það er mikið um flugferðir hjá okkur í dag og það er ljóst að þetta verður annasamur dagur hjá okkur og öllum sem starfa á vellinum,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Flugsamgöngur að komast í samt horf Flugsamgöngur til og frá landinu virðast vera að komast í samt lag á ný eftir óveður síðustu daga. 21. desember 2022 06:35 „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29 „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Beið í átján klukkustundir í Straumsvík Breski ferðamaðurinn Carl Gallagher hafði beðið í bíl í Straumsvík í átján klukkustundir þegar hann ákvað að gefast upp eftir að flugi hans var frestað til morguns. 20. desember 2022 15:24 Svaf á töskufæribandi og vill aldrei aftur koma til Íslands Fjöldi fólks hefur kvartað yfir dvöl sinni á Keflavíkurflugvelli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fjöldi fólks þurfti að gista þar í nótt og sofa ýmist á gólfi eða húsgögnum flugvallarins. 20. desember 2022 09:31 Enn miklar raskanir á flugi til og frá landinu Miklar raskanir eru enn á flugi til og frá landinu. Nú þegar hefur þrjátíu og sex komum flugvéla hingað til lands verið aflýst en aðrar eru enn áætlaðar þrátt fyrir seinkanir. 20. desember 2022 06:36 Einnar nætur norðurljósastopp orðið að óvissudvöl í fjöldahjálparstöð Tveir erlendir ferðamenn sem höfðu ætlað sér að dvelja á Íslandi í eina nótt eru nú fastir í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau segja góðvild Íslendinga vera mun meiri en þau þorðu að vona. 19. desember 2022 23:20 Öllu Evrópuflugi í fyrramálið með Icelandair aflýst Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi til Evrópi í fyrramálið. Dagflugi til Tenerife, Las Palmas og Boston hefur verið seinkað. Veðurspár benda til að svipaðar aðstæður gætu skipast á morgun og í dag þegar ekki tókst að halda Reykjanesbrautinni opinni. 19. desember 2022 22:31 „Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
Það var aðfaranótt mánudags sem lokað var fyrir umferð um Reykjanesbraut vegna veðurs. Brautin var að mestu lokuð í rúman sólarhring. Vegna þessa komst hvorki starfsfólk flugvallarins, flugfélaganna og svo farþegar til og frá Keflavíkurflugvelli og þurfti því að aflýsa fjölda flugferða. Síðdegis í gær var tekið að fljúga á ný og hafa flugfélögin síðan þá unnið að því að koma öllum farþegunum á sinn stað. Fimm þúsund farþegar áttu bókað flug með Icelandair þegar aflýsa þurfti öllu flugi á mánudaginn. „Staðan er bara ágæt miðað við aðstæður. Við erum að fljúga fulla áætlun í dag og reyna að bæta upp fyrir það sem að datt út síðustu daga eins og við getum. Einhverjar seinkanir verða þannig við biðjum okkar farþega að fylgjast mjög vel með tilkynningum frá okkur á vefsíðunni okkar og í appinu. Við erum með þrjátíu og sex brottfarir áætlaðar frá Keflavík í dag þannig að þetta eru yfir sex þúsund farþegar þannig það er ansi mikið í gangi núna,“ segir Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair. Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair group.Stöð 2/Bjarni Hann segir stefnt að því að koma öllum á áfangastað fyrir jólin. „Það er markmiðið okkar og stefnum að því ef ekkert óvænt kemur upp. Við erum búin að leigja inn tvær breiðþotur sem við erum að nota í dag og á morgun til þess að bregðast við þessu ástandi sem var hérna síðustu tvo daga.“ Svipaða sögu er síðan að segja af flugfélaginu Play sem hefur brugðið á það ráð að sækja nýja farþegaþotu félagsins strax, en til stóð að taka hana í notkun í vor. Play verður þannig með sjö eigin þotur til reiðu á morgun auk þess sem vélar verða leigðar til þess að allir farþegar félagsins komist á sinn áfangastað fyrir jólin. Guðjón HelgasonVísir/Egill Isavia tilkynnti fyrir stundu um að búið er að opna bílastæðin við Keflavíkurflugvöll aftur en fólk er hvatt til að bóka stæði á netinu. Mikið líf er á Keflavíkurflugvelli núna. „Það er allt hægt og bítandi að komast í eðlilegt horf á vellinum. Það er mikið um flugferðir hjá okkur í dag og það er ljóst að þetta verður annasamur dagur hjá okkur og öllum sem starfa á vellinum,“ segir Guðjón Helgason upplýsingafulltrúi Isavia
Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Tengdar fréttir Flugsamgöngur að komast í samt horf Flugsamgöngur til og frá landinu virðast vera að komast í samt lag á ný eftir óveður síðustu daga. 21. desember 2022 06:35 „Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29 „Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32 Beið í átján klukkustundir í Straumsvík Breski ferðamaðurinn Carl Gallagher hafði beðið í bíl í Straumsvík í átján klukkustundir þegar hann ákvað að gefast upp eftir að flugi hans var frestað til morguns. 20. desember 2022 15:24 Svaf á töskufæribandi og vill aldrei aftur koma til Íslands Fjöldi fólks hefur kvartað yfir dvöl sinni á Keflavíkurflugvelli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fjöldi fólks þurfti að gista þar í nótt og sofa ýmist á gólfi eða húsgögnum flugvallarins. 20. desember 2022 09:31 Enn miklar raskanir á flugi til og frá landinu Miklar raskanir eru enn á flugi til og frá landinu. Nú þegar hefur þrjátíu og sex komum flugvéla hingað til lands verið aflýst en aðrar eru enn áætlaðar þrátt fyrir seinkanir. 20. desember 2022 06:36 Einnar nætur norðurljósastopp orðið að óvissudvöl í fjöldahjálparstöð Tveir erlendir ferðamenn sem höfðu ætlað sér að dvelja á Íslandi í eina nótt eru nú fastir í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau segja góðvild Íslendinga vera mun meiri en þau þorðu að vona. 19. desember 2022 23:20 Öllu Evrópuflugi í fyrramálið með Icelandair aflýst Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi til Evrópi í fyrramálið. Dagflugi til Tenerife, Las Palmas og Boston hefur verið seinkað. Veðurspár benda til að svipaðar aðstæður gætu skipast á morgun og í dag þegar ekki tókst að halda Reykjanesbrautinni opinni. 19. desember 2022 22:31 „Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent Fleiri fréttir Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Sjá meira
Flugsamgöngur að komast í samt horf Flugsamgöngur til og frá landinu virðast vera að komast í samt lag á ný eftir óveður síðustu daga. 21. desember 2022 06:35
„Ég mun tryggja að svona gerist ekki aftur“ Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra ætlar að tryggja að álíka ástand og verið hefur á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa, með tilheyrandi raski á flugumferð, myndist ekki aftur. Hann segir flókið að taka ákvörðun um lokun brautarinnar og segir að ástandið ætti að opna augu fólks fyrir öryggishlutverki Reykjavíkurflugvallar. 20. desember 2022 18:29
„Við viljum ekki að svona komi fyrir aftur“ Búið er að opna Reykjanesbrautina í báðar áttir og brátt mun eðlileg flugumferð um Keflavíkurflugvöll hefjast á ný. Forstjóri Icelandair tók á móti farþegum tveggja þota sem flogið var frá Keflavík til Reykjavíkur í dag. 20. desember 2022 15:32
Beið í átján klukkustundir í Straumsvík Breski ferðamaðurinn Carl Gallagher hafði beðið í bíl í Straumsvík í átján klukkustundir þegar hann ákvað að gefast upp eftir að flugi hans var frestað til morguns. 20. desember 2022 15:24
Svaf á töskufæribandi og vill aldrei aftur koma til Íslands Fjöldi fólks hefur kvartað yfir dvöl sinni á Keflavíkurflugvelli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Fjöldi fólks þurfti að gista þar í nótt og sofa ýmist á gólfi eða húsgögnum flugvallarins. 20. desember 2022 09:31
Enn miklar raskanir á flugi til og frá landinu Miklar raskanir eru enn á flugi til og frá landinu. Nú þegar hefur þrjátíu og sex komum flugvéla hingað til lands verið aflýst en aðrar eru enn áætlaðar þrátt fyrir seinkanir. 20. desember 2022 06:36
Einnar nætur norðurljósastopp orðið að óvissudvöl í fjöldahjálparstöð Tveir erlendir ferðamenn sem höfðu ætlað sér að dvelja á Íslandi í eina nótt eru nú fastir í fjöldahjálparstöð í Keflavík. Þau segja góðvild Íslendinga vera mun meiri en þau þorðu að vona. 19. desember 2022 23:20
Öllu Evrópuflugi í fyrramálið með Icelandair aflýst Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllu flugi til Evrópi í fyrramálið. Dagflugi til Tenerife, Las Palmas og Boston hefur verið seinkað. Veðurspár benda til að svipaðar aðstæður gætu skipast á morgun og í dag þegar ekki tókst að halda Reykjanesbrautinni opinni. 19. desember 2022 22:31
„Ég held að við komumst aldrei heim“ Samantha og George Novella, par frá Bretlandi, hafa verið veðurteppt í Keflavík í allan dag og stefna á að gista í fjöldahjálparmiðstöðinni í Keflavík í nótt. Þau búast ekki við því að komast heim til Bretlands á næstunni. 19. desember 2022 22:01