Holden tekur við starfinu af Ben Garner sem var rekinn 5. desember. Holdens bíður erfitt verkefni því Charlton er í 18. sæti C-deildarinnar.
Holden hóf ferilinn hjá Bolton Wanderers og lék með liðinu til 2002. Sumarið 2001 var hann lánaður til Vals og lék níu deildar- og bikarleiki með liðinu. Tímabilið 2001 var ekki gott fyrir Val sem féll úr efstu deild í annað sinn á þremur árum.
Hinn 43 ára Holden kom víða við á ferlinum og lék meðal annars með Oldham Athletic, Peterborough United og Shrewsbury Town.
Hann hefur þjálfað Oldham og Bristol City auk þess sem hann tók til bráðabirgða við Stoke City í byrjun þessa tímabils.