Innlent

Hellis­heiði og Reykja­nes­braut báðar lokaðar

Atli Ísleifsson skrifar
Miklar tafir hafa orðið í Hafnarfirði í morgun vegna lokunar Reykjanesbrautar.
Miklar tafir hafa orðið í Hafnarfirði í morgun vegna lokunar Reykjanesbrautar. Aðsend

Óveður gengur nú yfir landið og eru gular viðvaranir í gildi víða og appelsínugul viðvörun í gildi á Suðausturlandi.

Samkvæmt síðu Vegagerðarinnar hafa vegir lokast á Suðvesturhorninu, þar á meðal Hellisheiðin frá Þrengslum og í austur. Reykjanesbrautin er einnig lokuð en verið er að fara af stað með fylgdarakstur milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar.

Grindavíkurvegur er lokaður eins og flestar leiðir á Reykjanesskaga.

Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Austfjörðum og á Miðhálendinu en frá klukkan sjö er appelsínugul viðvörun á Suðausturlandi. 

Þar er spáð norðaustan ofsaveðri þar sem vindur verður 23 til þrjátíu metrar á sekúndu og vindhviður gætu farið í allt að fimmtíu metra. Óvissustig almannavarna er í gildi á Suðausturlandi.

Hægt er að fylgjast með færð á vegum á síðunni umferdin.is.Vegagerðin

Foktjón er talið líklegt á því svæði og ekkert ferðaveður, líkt og raunar víða um land þar sem viðvaranir eru í gildi. Þessar viðvaranir verða síðan í gildi fram á morgundag, víðast hvar.

Hægt er að fylgjast með færð á vegum á síðunni umferdin.is.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×