13 ára strákur flaug Boeing 737 – MAX flugvél hjá Icelandair Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. desember 2022 20:04 Kacper Agnar Kozlowski, 13 ára og Guðmundur Tómas Sigurðsson, flugstjóri og ábyrgðarmaður yfir þjálfunarmálum hjá Icelandair saman inn í flugherminum áður en lagt var af stað. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það hljóp heldur betur á snærið í gær hjá þrettán ára strák, en þá var honum boðið að fljúga Boeing 737 - MAX flugvél frá Icelandair í fullkomnasta flughermi heims. Flugstjóri hjá Icelandair er viss um að strákurinn eigi eftir að vera fantagóður flugmaður í framtíðinni. Í nóvember vorum við með frétt um Kacper Agnar í Njarðvík, sem er harðákveðin í að verða flugmaður og þess vegna er hann með fullkominn flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búin að taka rúmlega fimm þúsund tíma. Fréttin vakti mikla athygli hjá Flugfélögum hér heima og erlendis og hafa Kacper borist margar kveðjur og gjafir úr flugheiminum. Toppurinn var þó þegar Icelandair bauð honum að fljúga í einum af þremur flughermum fyrirtækisins í Hafnarfirði, sem eru þeir fullkomnustu í heimi. „Þetta er bara alveg eins og í flugherminum hjá mér, sömu takkar og allt,“ segir Kacper Agnar. Og þá var bara að setjast í flugstjórasætið með Guðmundi Tómasi, sem sér um þjálfunarmálin hjá Icelandair og taka á loft frá Akureyrarflugvelli og fljúga á Keflavíkurflugvöll. „Svo flýgur þú bara og svo hjálpumst við bara að, er það ekki," sagði Guðmundur þegar þeir lögðu af stað. Flugið gekk mjög vel, Kacper vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, stillti takkana eins og vera ber, stillt öll ljós og mæla og naut þess að fljúga með Guðmundi, sem gaf honum góð ráð í fluginu. Lendingin var reyndar aðeins harkaleg, en það slapp allt til, enda Kascper aðeins þrettán ára. “Þetta var bara eitthvað annað, þetta er það besta, sem ég hef gert í mínum flugtímum. Mér fannst skemmtilegast að bremsa, ég gerði það reyndar full harkalega en það var bara af því að ég var svo stressaður og spenntur,” bætir Kacper við. Kacper Agnar þakkar hér Guðmundi Tómasi fyrir að leyfa sér að fljúga í flugherminu. Kacper var leystur út með gjöf frá Icelandair.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gekk rosalega vel hjá Kacper, það er augljóst að þessi vinna, sem hann er búin að setja í heima fyrir framan flugherminn, hún skilar sér, hann býr til góðan grunn þegar við verðum svo heppin að fá að ráða hann til starfa vonandi einhvern tíma í framtíðinni. Ég er viss um að hann á eftir að verða fantagóður flugmaður þegar fram í sækir,” segir Guðmundur Tómas, flugstjóri og ábyrgðarmaður yfir þjálfunarmálum hjá Icelandair. Fréttin um Kacper Agnar 13. nóvember 2022 Hafnarfjörður Icelandair Boeing Krakkar Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira
Í nóvember vorum við með frétt um Kacper Agnar í Njarðvík, sem er harðákveðin í að verða flugmaður og þess vegna er hann með fullkominn flughermi inn í herbergi hjá sér þar sem hann er búin að taka rúmlega fimm þúsund tíma. Fréttin vakti mikla athygli hjá Flugfélögum hér heima og erlendis og hafa Kacper borist margar kveðjur og gjafir úr flugheiminum. Toppurinn var þó þegar Icelandair bauð honum að fljúga í einum af þremur flughermum fyrirtækisins í Hafnarfirði, sem eru þeir fullkomnustu í heimi. „Þetta er bara alveg eins og í flugherminum hjá mér, sömu takkar og allt,“ segir Kacper Agnar. Og þá var bara að setjast í flugstjórasætið með Guðmundi Tómasi, sem sér um þjálfunarmálin hjá Icelandair og taka á loft frá Akureyrarflugvelli og fljúga á Keflavíkurflugvöll. „Svo flýgur þú bara og svo hjálpumst við bara að, er það ekki," sagði Guðmundur þegar þeir lögðu af stað. Flugið gekk mjög vel, Kacper vissi nákvæmlega hvað hann var að gera, stillti takkana eins og vera ber, stillt öll ljós og mæla og naut þess að fljúga með Guðmundi, sem gaf honum góð ráð í fluginu. Lendingin var reyndar aðeins harkaleg, en það slapp allt til, enda Kascper aðeins þrettán ára. “Þetta var bara eitthvað annað, þetta er það besta, sem ég hef gert í mínum flugtímum. Mér fannst skemmtilegast að bremsa, ég gerði það reyndar full harkalega en það var bara af því að ég var svo stressaður og spenntur,” bætir Kacper við. Kacper Agnar þakkar hér Guðmundi Tómasi fyrir að leyfa sér að fljúga í flugherminu. Kacper var leystur út með gjöf frá Icelandair.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta gekk rosalega vel hjá Kacper, það er augljóst að þessi vinna, sem hann er búin að setja í heima fyrir framan flugherminn, hún skilar sér, hann býr til góðan grunn þegar við verðum svo heppin að fá að ráða hann til starfa vonandi einhvern tíma í framtíðinni. Ég er viss um að hann á eftir að verða fantagóður flugmaður þegar fram í sækir,” segir Guðmundur Tómas, flugstjóri og ábyrgðarmaður yfir þjálfunarmálum hjá Icelandair. Fréttin um Kacper Agnar 13. nóvember 2022
Hafnarfjörður Icelandair Boeing Krakkar Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Fleiri fréttir Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Sjá meira