Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2022 11:41 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. Jóladagatal Ríkisútvarpsins í ár ber nafnið Randalín & Mundi: Dagar í desember. Meðal þess sem fjallað er um í dagatalinu er fólk á flótta. Bekkjarsystir Randalínar og Munda er dóttir forstjóra Útlendingastofnunar en leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem einnig er handritshöfundur þáttanna, fer með hlutverk forstjórans. Vegna umfjöllunar dagatalsins ákvað Útlendingastofnun að setja upp upplýsingasíðu fyrir börn sem vilja fræðast frekar um málefni flóttamanna á Íslandi. Á síðunni segir að persónur þáttanna séu skáldaðar og að áhorfendur velti því örugglega fyrir sér hvort þættirnir gætu gerst í raunveruleikanum. Kemur þar meðal annars fram að þó að forstjórinn í þáttunum sé svakaleg gribba vinni í raun engar gribbur hjá stofnunni, ásamt ýmsu öðru. Miðflokksmenn á einu máli Umrædd upplýsingasíða var á meðal þess sem kom til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar tók Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fyrstur til máls. „Mig langar hér í dag undir störfum þingsins að hrósa Útlendingastofnun. Það er ekki gert mikið af því úr þessum ræðustól,“ sagði Bergþór sem vakti athygli þingheims á umræddri upplýsingasíðu, sagði hana auðlesna og auðskiljanlega. Gagnrýndi hann einnig Ríkisútvarpið fyrir Jóladagatalið. „Það getur ekki verið að það sé hlutverk Ríkisútvarpsins að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur þegar stofnun viðkomandi aðila er eingöngu að framfylgja lögum sem við hér á Alþingi höfum samþykkt.“ Samflokksmaður Bergþórs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók einnig til máls undir sama lið og tók undir orð Bergþórs. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með viðbrögð Útlendingastofnunar við þeim árásum og áróðri, það er ekki hægt að kalla það neitt annað, sem stofnunin hefur orðið fyrir, af hálfu annarrar ríkisstofnunar, og það í formi meints barnatíma,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þarna er á mjög kurteisislegan hátt farið yfir staðreyndir mála og ég hvet fólk til að kynna sér það.“ Grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var hins vegar á öðru máli en Miðflokksmenn. Sagði hún þetta útspil Útlendingastofnunar vera undarlegt og vanhugsað. „Samkvæmt þessum útskýringum eru brottvísanirnar á ábyrgð þingmanna. Þeirra sem semja lögin en ekki þeirra sem framfylgja þeim. Fyrir þeim okkur sem vita betur og þekkja lög um útlendinga vel er þetta grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum.“ Spurði hún hvort að útspil Útlendingastofnunar gæti talist góð nýting á almannafé. „Er það góð nýting á almannafé að starfsmaður Útlendingastofnunar sé í fullri vinnu við að horfa á Jóladagatal RÚV til þess að geta útskýrt meðal annars, með leyfi forseta, að „í alvörunni vinni engar gribbur hjá Útlendingastofnun,“ heldur sé þetta allt í rauninni vonda Alþingi að kenna.“ Jól Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Jóladagatal Ríkisútvarpsins í ár ber nafnið Randalín & Mundi: Dagar í desember. Meðal þess sem fjallað er um í dagatalinu er fólk á flótta. Bekkjarsystir Randalínar og Munda er dóttir forstjóra Útlendingastofnunar en leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem einnig er handritshöfundur þáttanna, fer með hlutverk forstjórans. Vegna umfjöllunar dagatalsins ákvað Útlendingastofnun að setja upp upplýsingasíðu fyrir börn sem vilja fræðast frekar um málefni flóttamanna á Íslandi. Á síðunni segir að persónur þáttanna séu skáldaðar og að áhorfendur velti því örugglega fyrir sér hvort þættirnir gætu gerst í raunveruleikanum. Kemur þar meðal annars fram að þó að forstjórinn í þáttunum sé svakaleg gribba vinni í raun engar gribbur hjá stofnunni, ásamt ýmsu öðru. Miðflokksmenn á einu máli Umrædd upplýsingasíða var á meðal þess sem kom til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar tók Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fyrstur til máls. „Mig langar hér í dag undir störfum þingsins að hrósa Útlendingastofnun. Það er ekki gert mikið af því úr þessum ræðustól,“ sagði Bergþór sem vakti athygli þingheims á umræddri upplýsingasíðu, sagði hana auðlesna og auðskiljanlega. Gagnrýndi hann einnig Ríkisútvarpið fyrir Jóladagatalið. „Það getur ekki verið að það sé hlutverk Ríkisútvarpsins að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur þegar stofnun viðkomandi aðila er eingöngu að framfylgja lögum sem við hér á Alþingi höfum samþykkt.“ Samflokksmaður Bergþórs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók einnig til máls undir sama lið og tók undir orð Bergþórs. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með viðbrögð Útlendingastofnunar við þeim árásum og áróðri, það er ekki hægt að kalla það neitt annað, sem stofnunin hefur orðið fyrir, af hálfu annarrar ríkisstofnunar, og það í formi meints barnatíma,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þarna er á mjög kurteisislegan hátt farið yfir staðreyndir mála og ég hvet fólk til að kynna sér það.“ Grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var hins vegar á öðru máli en Miðflokksmenn. Sagði hún þetta útspil Útlendingastofnunar vera undarlegt og vanhugsað. „Samkvæmt þessum útskýringum eru brottvísanirnar á ábyrgð þingmanna. Þeirra sem semja lögin en ekki þeirra sem framfylgja þeim. Fyrir þeim okkur sem vita betur og þekkja lög um útlendinga vel er þetta grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum.“ Spurði hún hvort að útspil Útlendingastofnunar gæti talist góð nýting á almannafé. „Er það góð nýting á almannafé að starfsmaður Útlendingastofnunar sé í fullri vinnu við að horfa á Jóladagatal RÚV til þess að geta útskýrt meðal annars, með leyfi forseta, að „í alvörunni vinni engar gribbur hjá Útlendingastofnun,“ heldur sé þetta allt í rauninni vonda Alþingi að kenna.“
Jól Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent